Fréttasafn: nóvember 2014

Fyrirsagnalisti

Lax | Salmon

Fölsuð heilbrigðisvottorð fyrir lax hjá rússneskum embættismönnum - 28.11.2014

Systurstofnun Matvælastofnunar (MAST) í Rússlandi hefur undanfarnar tvær vikur verið í úttekt á Íslandi. Starfsmenn hennar voru hér á landi fyrir hönd Tollabandalags Rússlands, Hvíta Rússlands og Kasakstan eins og greint er frá á heimasíðu MAST.

Viltu vera hjá okkur? - 25.11.2014

Nú eru lausar skrifstofur til leigu í húsnæði Matís, Vínlandsleið 14, fyrir lítil fyrirtæki og einstaklinga, sem sjá sér hag í því að vera innan um helstu sérfræðinga landsins í matvælavinnslu og líftækni.

Þorskur | Cod

Hve sjálfbær er þorsk- og ýsuframleiðslan í heild sinni? - 24.11.2014

Íslenskir framleiðendur telja sig vita að þorsk- og ýsuafurðir úr Norður-Atlantshafi standi öðrum framar þegar kemur að sjálfbærri nýtingu, lágmörkun umhverfisáhrifa og góðum starfsháttum sem lúta að efnahagslegum og félagslegum þáttum. En getum við raunverulega lagt mat á þessi atriði? Kynntu þér málið á fundi hjá Matís 25. nóvember kl. 13.

Rekjanleiki | Traceability | © iStock Swoosh-R

Liggja tækifæri í rekjanleika sjávarafurða? - 20.11.2014

Þann 21. október síðastliðinn stóð Matvælastofnun fyrir Norrænni ráðstefnu um rekjanleika í matvælaiðnaði. Ráðstefnan var hluti af þeim viðburðum sem tengjast formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014 og var sótt af fjölda aðila í matvælaeftirlitsgeiranum á norðurlöndunum.

Sjávarútvegsráðstefnan

Sjávarútvegsráðstefnan hefst á morgun    - 19.11.2014

Sjávarútvegsráðstefnan 2014 fer fram á morgun, fimmtudag, og föstudag en markmið sjávarútvegsráðstefnunnar er að ná saman á einum stað þversneið af greininni til að vinna að framförum og sókn.

HI_merki

Frá grunnrannsóknum til lækningavara á markaði - 17.11.2014

Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Matís, fjallar um tilurð og vöxt líftæknifyrirtækisins Zymetech og tengsl þess við grunnrannsóknir í skólanum í öðru erindi fyrirlestraraðarinnar Vísindi á mannamáli sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Erindið verður í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 18. nóvember nk. kl. 12:10.

Hvert er sótspor ferskra þorskhnakka frá Íslandi? - 14.11.2014

Í seinni tíð hefur krafan um sjálfbæra nýtingu og lágmörkun umhverfisáhrifa í framleiðslu á matvælum aukist mikið á mörkuðum sem eru mikilvægir fyrir ferskfiskafurðir okkar Íslendinga.

Sigurvegarar í Íslandsmeistarakeppninni í matarhandverki 2014 - 14.11.2014

Nú er fyrsta Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki yfirstaðin. Keppnin var að þessu sinni opin fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar og fór fram í Norræna húsinu 13. nóvember.

Úrslit í Íslandsmeistarakeppninni í matarhandverki tilkynnt í dag - 13.11.2014

Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki fór fram í gærdag og gærkvöldi. Fjöldinn allur af vörum voru með í keppninni og var það samdóma álit allra þeirra sem komu að þessu að mjög bjart sé yfir nýsköpun í matvælum ekki bara hér á landi heldur á öllum Norðurlöndunum.

Sjávarbyggðir, smábátaveiðar og byggðaþróun við N-Atlantshaf - 11.11.2014

Í september síðastliðnum stóð Matís fyrir ráðstefnu um sjávarbyggðir, smábátaveiðar og byggðaþróun við N-Atlantshaf. Ráðstefnan var haldin í tengslum við íslensku sjávarútvegssýninguna og formennsku-áætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Síða 1 af 2

Fréttir