Fréttasafn: september 2014

Fyrirsagnalisti

Líf og fjör á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi - 26.9.2014

Sjávarútvegssýningin er nú í fullum gangi. Matís er þátttakandi og ekki bara á sýningunni heldur tók Matís auk þess þátt í ráðstefnu um fullnýtingu fisks en ráðstefnan fór fram í gær. Matís heldur auk þess utan um ráðstefnu um sjávarbyggðir, smábátaveiðar og byggðaþróun við N-Atlantshaf sem fram fer á morgun.

Krabbaborgari frá „Walk the Plank“ genginu - 23.9.2014

Matís tekur þátt í Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi 25.-24. sept. nk. Á bás Matís, nr. C50, verður margt um að vera og má þar nefna kynningu á krabbaborgurum, kynningu frá Grími kokk og kynningu á ómega-3 majónesi. 
Sjávarútvegsráðstefnan

Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014 - 22.9.2014

Ert þú með framúrstefnuhugmynd til að efla íslenskan sjávarútveg og tengdar atvinnugreinar?
Þorskur | Cod

Nýting Íslendinga á þorski vekur athygli hjá FAO - 19.9.2014

Í nýútkomnu riti FAO (Matvæla-og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna) sem ber heitið The State of World Fisheries and Aquaculture (SOFIA) er staðfest að Íslendingar séu ein af helstu fiskveiði þjóðum heims.

Plastið burt úr höfunum - 16.9.2014

Umhverfisstofnun stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um plast í hafi í Hörpu þann 24. september 2014. Hrönn Ólína Jörundsdóttir hjá Matís flytur erindi á ráðstefnunni og ber það heitið "Sewage treatment plants as sources for marine microlitter."

Ráðstefna um sjávarbyggðir, smábátaveiðar og byggðaþróun við N-Atlantshaf - 15.9.2014

Í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem fram fer í Kópavogi í lok september  verður blásið til alþjóðlegrar ráðstefnu þar sem ræða á stöðu sjávarbyggða, smábátaveiða og byggðarþróun við N-Atlantshaf.
Rekjanleiki | Traceability | © iStock Swoosh-R

Rekjanleiki skilar sér í hærra vöruverði - 15.9.2014

Kröfur um rekjanleika matvæla aukast með degi hverjum, hvort sem um ræðir kjöt, fisk, grænmeti eða ávexti. Matís vinnur nú að verkefnum sem eiga að nýtast við rekjanleikaskráningu og tryggja þannig að hægt sé að staðfesta uppruna og vinnsluferli matvæla á markaði. Í fyrstu er kastljósinu beint að fiskafurðum.

TASTE – nýting á matþörungum til bragðaukningar og saltminnkunar í matvælaframleiðslu - 11.9.2014

Í tilefni af lokum verkefnisins TASTE verður haldin opin málstofa þann 16. september á Matís um nýtingu á sjávarþörungum til bragðaukningar og saltminnkunar í matvælaframleiðslu.

Húsavíkurhöfn

Íslenskur sjávarútvegur: betri gögn - meiri verðmæti! - 9.9.2014

Allar ákvarðanir stórar og smáar eru teknar á grundvelli upplýsinga og þekkingar og því skyldi maður ætla að ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar væri stútfull af gögnum sem hægt væri að reiða sig á. Þegar leitað er svara við mörgum áleitnum spurningum um þróun og verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi þá kemur oftar en ekki í ljós að upplýsingar eru ekki til staðar eða þá að þær standast ekki skoðun.

Mjög vel sóttur fundur um loðnu - 5.9.2014

Nú stendur yfir ráðstefna á Akureyri um loðnu og loðnuveiðar en tilefnið er að hálf öld er liðin frá því að Íslendingar hófu hagnýtingu á loðnu. Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís, heldur erindi á ráðstefnunni og ber erindi Sigurjóns heitið "Tækniþróun í fiskimjölsiðnaði".

Síða 1 af 2

Fréttir