Fréttasafn: júlí 2014

Fyrirsagnalisti

Íslenskir munkar og nunnur frjálsleg í matarvali - 30.7.2014

Nú í sumar hefur Matís í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands rannsakað hvað var hugsanlega borðað í íslenskum klaustrum. Rannsóknin snýst um að skoða matarleifar í leirkersbrotum. Þá er einnig í gangi annað samstarfsverkefni þar sem sýni úr fornleifauppgrefti eru notuð til þess að athuga mataræði landnámsmanna. 

Bíttu í borgfirskan bita á Bræðslunni - 25.7.2014

Um helgina fer tónlistarhátíðin Bræðslan fram á Borgarfirði eystri, þar sem mat og menningu verður blandað saman á skemmtilegan máta í tengslum við verkefnið „Matur og menning á Borgarfirði eystri“. 

Markmiðið verkefnisins var að auka framboð veitinga á hátíðinni og styrkja um leið framgöngu borgfirskra matvæla og fengu smáframleiðendur á svæðinu stuðning við matvælasköpun frá Matís í tengslum við verkefnið.

Heiðarleiki Evrópskra matvælaframleiðanda í skoðun - 17.7.2014

Evrópu verkefnið MatarHeilindi hófst í árs byrjun, en því er ætlað að stuðla að nýtingu rannsókna og þróunar til að tryggja falsleysi evrópskra matvæla. Matís tekur þátt í verkefninu sem miðar að því að þróa aðferðir til að greina og hindra svik í evrópskum matvælaiðnaði.

Útgerð frystitogara á krossgötum - 14.7.2014

Mikil breyting hefur orðið á útgerð frystitogara á Íslandi síðan hún hófst í byrjun níunda áratug síðustu aldar. Hlutdeild frystitogara í þorski hefur dregist saman umtalsvert og er hann í dag eingöngu veiddur sem meðafli við sókn í aðrar tegundir eins og karfa, ufsa og grálúðu. Árið 1992 voru frystitogarar flestir í Íslenska flotanum, 35 talsins en í dag eru þeir 23 og fer fækkandi.

Mikill áhugi á sumarstarfi hjá Matís - 7.7.2014

Alls bárust 200 umsóknir um sumarstörf hjá Matís í sumar og en einungis var áætlað að ráða inn átta einstaklinga. Auk þess voru 10 manns ráðnir til Matís með styrk frá nýsköpunarsjóð námsmanna. 

Starfsmaður Matís kapteinn á kafbáti - 4.7.2014

Í dag föstudag og á morgun laugardag munu starfsmenn Matís nota fjarstýrða kafbáta til að safna sýnum úr svömpum og ígulkerum í Breiðfirði. Markmiðið er að rannsaka hvort hægt sé að vinna nýjar tegundir lyfja úr svömpum og ígulkerum.

Viltu vinna lokaverkefnið þitt hjá Matís? - 2.7.2014

Matís leitar eftir þremur nemendum til þess að vinna að rannsóknum hjá fyrirtækinu. Verkefnin eru 60 eininga og nýtast þar með sem lokaverkefni. Verkefnin eru unnin í samstarfi með stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Möguleiki er á styrk.


Fréttir