Fréttasafn: júní 2014 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Munu skordýr fæða heiminn? - 9.6.2014

Mikið hefur verið rætt um þá staðreynd að fólksfjöldi á jörðinni muni vera allt að 9 milljarðar árið 2050. Til þess að fæða þennan aukna fjölda fólks er talið að núverandi matvælaframleiðsla þurfi að tvöfaldast sem er erfitt að sjá fyrir því þrýstingur á náttúruauðlindir er mikill fyrir.

Mareframe

Upphafsfundur íslenska hluta MareFrame - 6.6.2014

Þriðjudaginn 10. júní fer fram upphafsfundur íslenska hluta Evrópuverkefnisins MareFrame en verkefnið miðar að því að þróa fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi innan Evrópu þar sem áhersla er lögð á vistvæna, sjálfbæra, félagslega og hagræna stjórnun. Auk á samstarfs við sjómenn, útgerðir og vinnslu ásamt öðrum hagsmunaaðilum sem koma að stjórnun fiskveiða.

Fiskur, matur, sítróna

Meistaranámsfyrirlestrar úr „Auðgaðir sjávarréttir“ - 5.6.2014

Tveir meistaranemendur við matvæla- og næringarfræðideild HÍ í samstarfi Matís og Rannsóknastofu í Næringarfræði, þær Valgerður Lilja Jónsdóttir og Harpa Hrund Hinriksdóttir munu kynna lokaverkefni sín  á morgun í Háskóla Íslands (Háskólatorg Ht 101: 6.júní 14:00-16:00). Verkefnin eru hluti af norrænu verkefni um auðgun matvæla. 

Kæligeta og bræðslumark ísmotta og gelmotta eru sambærileg - 2.6.2014

Íslenskir ferskfiskútflytjendur notast gjarna við kælimottur til að viðhalda lágu hitastigi ferskfiskafurða í flutningi, einkum flugflutningi. Kælimotturnar innihalda venjulega annað hvort ís eða þá einhvers konar gel, sem nauðsynlega inniheldur þannig efni að það megi komast í snertingu við fiskinn ef mottan rofnar, þ.e. innihald mottunnar er „food-grade“.

Síða 2 af 2

Fréttir