Fréttasafn: maí 2014

Fyrirsagnalisti

Farsælt samstarf Trackwell og Matís - 30.5.2014

Trackwell og Matís eiga að baki langt og farsælt samstarf og eru verkefni eins og Framlegðarstjórinn, Afurðastjórinn og FisHmark dæmi um farsæl samstarfsverkefni fyrirtækjanna tveggja. Á Nýsköpunartorgi Samtaka Iðnaðarins, sem haldið var 23. og 24. maí sl., skrifuðu Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, undir viljayfirlýsingu um enn nánara samstart. 

Matís í samstarfi við sveitarfélög á Snæfellsnesi - 26.5.2014

Í dag var undirritaður samstarfssamningur Matís, Snæfellsbæjar, Grundarfjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar um stuðning við doktorsverkefni Birgis Arnar Smárasonar í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.  Birgir Örn vinnur á starfsstöð Matís á Akureyri.

Þaramajónesið Fjaran sigrar í EcoTrophelia Ísland - 23.5.2014

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra var rétt í þessu að veita verðlaun í keppninni EcoTrophelia Ísland sem Matís, ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóla Íslands og fjölmörgum stofnunum heima og erlendis standa að. Verðlaunin voru afhent á Nýsköpunartorgi Samtaka iðnaðarins sem haldið er í dag og á morgun í Háskólanum í Reykjavík.

Samtok_Idnadarins

Matís á Nýsköpunartorgi SI 23. og 24. maí - 22.5.2014

Nýsköpunartorgið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík dagana 23. og 24 maí. Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun. Nýsköpunartorgið er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs.

Háskólanemendur | University Students

Nemendur í meistaranámi óskast - styrkur í boði - 21.5.2014

Matís, Promens, Thor Ice, Sjávarútvegsklasi Vestfjarða, Eimskip og Samskip eiga í samstarfi í verkefni sem snýr að flutningi ferskfiskafurða í kerum og kössum og eru að leita að tveimur nemendum í meistaranámi eða sem eru á leið í meistaranám.

mast

Matís með erindi á samráðsþingi Matvælastofnunar - 14.5.2014

Samráðsþing Matvælastofnunar var haldið í gær en samráðsþingið er vettvangur Matvælastofnunar, eftirlitsaðila og annarra viðskiptavina stofnunarinnar til að styrkja samskipti sín á milli og koma sjónarmiðum á framfæri með gagnvirkum hætti.

Samstarfsaðilar Öruggra matvæla fögnuðu á föstudag - 12.5.2014

Tilefnið var opnun glæsilegrar rannsóknastofu að Vínlandsleið 12 í Reykjavík en rannsóknastofan var sett upp vegna samstarfsverkefnisins Örugg matvæli.

Greining nóróveirusmita á Íslandi - 7.5.2014

Hjá Matís hafa verið þróaðar sértækar aðferðir til að greina nóróveirur í matvælum og vatni, en veirurnar eru bráðsmitandi og geta valdið mjög slæmum iðrakveisum hjá fólki.

App fyrir sjómenn til að reikna ísþörf - nú fyrir Windows síma - 5.5.2014

Eins og flestir vita sem stunda sjóinn þá bjó Matís til sérstakt smáforrit (app) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem gerir sjómönnum auðvelt að reikna út ísþörf vegna afla. Forritið var kynnt á Sjávarútvegsráðstefnunni haustið 2013.


Fréttir