Fréttasafn: apríl 2014

Fyrirsagnalisti

Andoxunarefni og lífvirk efni í sjávarfangi - 30.4.2014

Út er komin bókin „Antioxidants and Functional Components in Aquatic Foods" en Hörður G. Kristinsson, sviðsstjóri Líftækni og lífefnasviðs og rannsóknastjóri Matís er ritstjóri bókarinnar. Auk þess skrifa nokkrir starfsmenn Matís kafla í bókinni.

EcoFishMan

Allir hagsmunaaðilar komi að stjórnun fiskveiða - 28.4.2014

Í tengslum við EcoFishMan verkefnið er skoðanakönnun í gangi á meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Tilgangur könnunarinnar er að leita sjónarmiða allra þeirra aðila sem koma að fiskveiðum á Íslandi, hvort sem það er í stjórnun eða framkvæmd.

Atvinnulífssýningin Lífsins gæði og gleði 2014 - 25.4.2014

Atvinnulífssýningin Lífsins gæði og gleði 2014 fer fram í þriðja sinn á morgun og á sunnudaginn og mun Matís kynna starfssemi sína ásamt öðrum úr Verinu á Sauðárkróki.

FP7, Horizon 2020, Industrial Leadership, Sicentific Excellence, Grand Challanges

Langvarandi geymsla fisks hefur mest áhrif á gæði fjölómettaðra fitusýra - 23.4.2014

Magnea Guðrún Karlsdóttir matvælafræðingur varði doktorsritgerð sína, Oxunarferlar og stöðugleiki frosinna sjávarafurða, í Hátíðarsal HÍ þann 21.3. sl.. Andmælendur voru dr. Santiago Aubourg prófessor hjá CSIC á Spáni, og dr. Sigríður Jónsdóttir fræðimaður við HÍ. Leiðbeinendur voru dr. Hörður G. Kristinsson og próf. Sigurjón Arason.

Verstöðin Ísland - valkostur neytenda? - 22.4.2014

Nú er lag. Vissulega liggja tækifæri í ókönnuðum efnum sem kann að verða hagkvæmt að einangra úr ólíkum áttum íslenskrar matvælavinnslu. Til að gera verðmæti úr tækifærum þarf þolinmæði eins og t.d. aðstandendur Zymetech hafa tamið sér. Nærtækt er að einbeita sér að frekari framförum í daglegum athöfnum.

Lífhagkerfi | Bioeconomy

Ennþá stærri áskoranir framundan - 14.4.2014

Stórar áskoranir þarf að glíma við í nútíð og framtíð. Handan við hornið eru enn meir breytingar á öllum þáttum matvælaframleiðslu. Hvernig geta Íslendingar leikið lykilhlutverk? Með hvaða hætti getum við sem þjóð stuðlað að auknu matvælaöryggi og auknu fæðuöryggi?

Eating raw fish

Vertu klár - ekki hætta að borða sushi - 10.4.2014

Eru hringormar í fiski hættulegir? Af hverju erum við að eyða öllum þessum tíma og peningum í að fjarlægja þennan orm?

Ísaðir þorskar

Hve ferskur er fiskurinn? - 9.4.2014

Smáforrit fyrir iPhone og Android. Nú er hægt er að meta ferskleika fisks með hjálp smáforritsins „Hve ferskur er fiskurinn?“ (How fresh is your fish?). 

Heildarneysla aðskotaefna - 7.4.2014

Matís vinnur nú að athyglisverðu Evrópuverkefni þar sem þróaðar verða aðferðir til meta hversu mikið af óæskilegum aðskotaefnum fólk fær úr matvælum.

Logo_UNU_ftp

Gestir frá löndum Afríku, Mið-Ameríku og Asíu kynna sér starfssemi Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna - 2.4.2014

Í dag munu hátt settir embættismenn frá fjölmörgum löndum Afríku, Mið-Ameríku og Asíu setjast á skólabekk í Matís og kynnast starfssemi Matís og Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP) en Matís er mikilvægur hlekkur í námi skólans og sér umkennslu á gæðalínu hans.


Fréttir