Fréttasafn: mars 2014

Fyrirsagnalisti

Bleikja | Char

Ekkert því til fyrirstöðu að nýta meira af hráefnum úr jurtaríkinu í bleikjufóður - 31.3.2014

Fyrir stuttu var haldinn fundur á vegum verkefnisins Profitable Arctic charr farming in the Nordic countries. Markmið verkefnisins er að prófa nýjar fóðurgerðir fyrir bleikju sem innihalda meira af hráefnum úr jurtaríkinu en notað hefur verið í bleikjufóðri til þessa.

!!!Matis_logo

Matísdagur á Höfn í Hornafirði - 26.3.2014

Mánudaginn 31. mars nk. býður Matís upp á námskeið og hádegisfund í Nýheimum. Dagskrá verður frá kl. 10:30 til kl. 16:00 og m.a. verða sérfræðingar Matís til viðtals á þessum tímum.

Saltfiskur

Lífið er saltfiskur: Ábyrgur sjávarútvegur - 24.3.2014

Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð kynnir morgunfund. Á fundinum verður íslenskur sjávarútvegur skoðaður út frá aðferðafræði samfélagsábyrgðar (e. Corporate Social Responsibility).

Frosinn lax | Frozen salmon | © iStock Swoosh-R

Hægt er að ofurkæla heilan fisk - 21.3.2014

Lokið er verkefninu Ofurkældur heill fiskur – fyrir dauðastirðnun sem styrkt var af AVS Rannsóknasjóð í sjávarútvegi R 062-11 en verkefnið var unnið í samstarfi Matís, Skagans og Rekstrarfélagsins Eskju.

FP7, Horizon 2020, Industrial Leadership, Sicentific Excellence, Grand Challanges

Doktorsvörn - mikilvægi varðveislu á ómega-3 fitusýrum - 21.3.2014

Í dag, föstudaginn 21. mars, fer fram doktorsvörn við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þá ver Magnea Guðrún Karlsdóttir matvælafræðingur doktorsritgerð sína Oxunarferlar og stöðugleiki frosinna sjávarafurða (Oxidative mechanisms and stability of frozen fish products).

Matvælalandið Ísland

Vöxtur í ferðaþjónustu – er maturinn tilbúinn? - 19.3.2014

Matvælalandið Ísland boðar til ráðstefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 20. mars kl. 12.00 - 16.30 undir yfirskriftinni: Vöxtur í ferðaþjónustu – er maturinn tilbúinn?

Neytendabanki Matís - 17.3.2014

Neytendabanki Matís er hópur neytenda sem tekur þátt í neytendakönnunum á vegum Matís. Með því að koma skoðunum sínum á framfæri í rannsóknum Matís geta þátttakendur haft áhrif á þróun matvara á Íslandi.

Ráðstefna um smábátaveiðar í Norður-Atlantshafi - 12.3.2014

Ráðstefna um smábátaveiðar í Norður-Atlantshafi verður haldin í höfuðstöðvum Matís að Vínlandsleið 12 í Reykjavík dagana 25. - 26. mars nk.

Nordic Bioeconomy, FP7, Horizon 2020, Industrial Leadership, Sicentific Excellence, Grand Challanges

Nordtic - lífhagkerfi norðurslóða - 12.3.2014

Þann 25. júní verður haldin ráðstefna þar sem fjallað verður um Norræna lífhagkerfið (Nordic Bioeconomy) og lífhagkerfi norðurslóða (Arctic Bioeconomy).

EcoFishMan

Ný nálgun að stjórnun fiskveiða þróuð í Evrópu - 10.3.2014

Niðurstöður evrópsks rannsóknarverkefnis, EcoFishMan, voru kynntar á alþjóðlegu málþingi sem haldið var í National Research Council í Róm þann 28. febrúar 2014. Verkefnið var einnig kynnt 5. mars á alþjóðlegu ráðstefnunni Fisheries Dependent Information sem haldin var í aðalstöðvum FAO í Róm.

Síða 1 af 2

Fréttir