Fréttasafn: febrúar 2014

Fyrirsagnalisti

FP7, Horizon 2020, Industrial Leadership, Sicentific Excellence, Grand Challanges

Má bjóða þér aðstoð við vöruþróun? - 26.2.2014

Auglýst eftir hugmyndum að nýsköpun í matvælaframleiðslu. Ísland fer með formennsku í norræna ráðherraráðinu á þessu ári og leggur áherslu á nýsköpun í hinu norrænna lífhagkerfi til þess að styrkja svæðisbundinn hagvöxt.

FP7, Horizon 2020, Industrial Leadership, Sicentific Excellence, Grand Challanges

Hagræðing í rekstri með bættri vatnsnotkun - 24.2.2014

Rekstrarfélagið Eskja hafði forgöngu um verkefni sem snéri að því að kanna hvort hægt væri að bæta vatnsnotkun í fiskvinnslum. Í forverkefninu var grunnupplýsinga um vatnsnotkun í fiskvinnslu auk lífrænna efna sem tapast í frárennslinu.

Kæling ferskfisks bætt með varmaflutningslíkönum - 19.2.2014

Meginmarkmið verkefnisins Hermun kæliferla - varmafræðileg hermun vinnslu- og flutningaferla, sem hófst í júní 2008, var að endurbæta verklag og búnað fyrir vinnslu og flutning á sjávarafurðum.

Humarhótelið á Höfn

Minnka má vöðvadrep í humri og auka þar með verðmætin - 17.2.2014

Lokið er samstarfsverkefninu Lágmörkun vöðvadreps í leturhumri með ensímhindrun og undirkælingu sem AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi styrkti (R 052-10). Rannsóknaverkefnið var unnið í samstarfi, Skinneyjar Þinganess, Rammans, Vinnslustöðvarinnar og Matís.

FP7, Horizon 2020, Industrial Leadership, Sicentific Excellence, Grand Challanges

Vefur Matís, www.matis.is, valinn besti vefurinn - 14.2.2014

Íslensku vefverðlaunin voru afhent fyrir nokkru við hátíðlega athöfn í Gamla Bíói. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var heiðursgestur verðlaunahátíðarinnar.

Fiskeldi | Aquaculture

Klárast fiskurinn? Hvernig skal bregðast við? - 13.2.2014

Vitað er, að ætli Íslendingar að höndla með líkt hlutfall alins fiskmetis og við höfum aflað, má reikna með að tvöhundruðfalda þurfi eldisframleiðslu hér við land. Búist er við aukinni eftirspurn á heimsvísu eftir lagarafurðum, matvælum sem eiga uppruna ýmist í fersku vatni eða söltum sjó. Hin aukna eftirspurn mun knýja á um aukna framleiðslu, nýjar lausnir og betri nýtingu.

Íslendingar leiða rannsóknaverkefni upp á tæpan einn milljarð króna - fiskveiðistjórnunin í Evrópu í brennidepli - 10.2.2014

Ísland fer með forystuhlutverk í nýju fjölþjóðaverkefni sem 7. rannsóknaráætlunin í Evrópu styrkir og er metið á 943 milljónir króna (6 milljónir evra).

Örugg matvæli | Food safety

Mjög vel heppnaðir samráðsfundir - 7.2.2014

Matís, Matvælastofnun (MAST) og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið buðu í gær til samráðsfundar um örugg matvæli | Neytendavernd og viðskiptahagsmunir

Matís á Framadögum háskólanna 2014 - 4.2.2014

Framadagar Háskólanna 2014 verða haldnir þann 5. febrúar í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík á milli kl 11-16.

Nha Trang University in Vietnam and Matís gera með sér samstarfssamning - 3.2.2014

Samstarfssamningurinn er byggður á samningsdrögum (MoU) sem Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (United Nations University-Fisheries Training Programme) og Nha Trang University (NTU) undirrituðu 30. maí 2013. Samningur Matís og Matvælafræðadeildar Nha Trang University kveður á um fimm ára samstarf (2013-2018).

Fréttir