Fréttasafn: janúar 2014

Fyrirsagnalisti

HA_logo_rautt

Undirritun samstarfssamnings HA og Matís - 30.1.2014

Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, og Ögmundur Knútsson, forseti viðskipta- og raunvísindasvið HA, skrifuðu undir samstarfssamning nú fyrir stuttu.

Logo_HI

Meistaraprófsfyrirlestur í matvælafræði; Helga Franklínsdóttir - 29.1.2014

Helga Franklínsdóttir flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í matvælafræði. Verkefnið ber heitið „Application of waterjet cutting in processing of cod and salmon fillets“

World Map

Meira en 300 milljónir vegna alþjóðlegs samstarfs - 27.1.2014

Alþjóðlegt samstarf er fyrirferðamikið í starfsemi Matís. Fyrirtækið hefur, þrátt fyrir ungan aldur, skapað sér tengsl og orðspor erlendis. Markvisst og meðvitað hefur Matís aukið áherslu á erlend verkefni, enda styrkja þau starfsemina hér á landi, efla íslenskt vísindastarf almennt, styrkja atvinnulífið og á endanum skilar ávinningurinn sér til hins almenna Íslendings í formi fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæra og sóknarfæra fyrir landið.

Getum við betrumbætt öll matvæli með hráefnum úr sjónum? - 23.1.2014

Nú fyrir stuttu var haldinn hér á landi „kick-off” fundur í nýju verkefni, EnRichMar, sem stýrt er af Matís og er styrkt til tveggja ára í gegnum 7. rammaáætlun Evrópusambandsins. Í verkefninu taka þátt, auk Matís, íslensku fyrirtækin Grímur kokkur sem framleiðir tilbúna sjávarrétti og Marinox sem framleiðir lífvirk efni úr sjávarþörungum.

Örugg matvæli | Food safety

Aukið matvælaöryggi á Íslandi - 21.1.2014

Samstarfsverkefni þýskra og íslenskra stjórnvalda, Örugg matvæli, hefur nú verið hrint úr vör. Megintilgangur verkefnisins er að auka matvælaöryggi og neytendavernd á Íslandi með því að auka vöktun á óæskilegum efnum í matvælum.

Vor í lofti - 20.1.2014

Verkefnið Vor í lofti 2014 er átaksverkefni Matís ohf í samstarfi við sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp. Verkefninu er ætlað að hvetja áhugasama íbúa í sveitarfélögunum til að hrinda hugmyndum sínum á sviði matvælaframleiðslu og líftækni í framkvæmd.

Samningur Háskólans á Bifröst og Matís - 16.1.2014

Sveinn Margeirsson forstjóri Matís og Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst skrifuðu í dag undir samning þess efnis að Matís sjái um kennslu og uppbyggingu námsgreina í matvælarekstrarfræði, nýrri námslínu sem verður í boði í Háskólanum á Bifröst frá og með næsta hausti.

Þekkir þú matinn þinn? | Do you know your food?

Var klóakmengunin sem birtist í áramótaskaupinu bara grín eftir allt saman? - 13.1.2014

Í góðu orðspori felast mikil verðmæti og tækifæri til frekari verðmætasköpunar. Til að hægt sé að auka enn verðmætasköpun í virðiskeðju íslenskra matvæla er grundvallaratriði að hægt sé að sýna fram á öryggi framleiðslunnar, með hliðsjón af lögum, reglugerðum og kröfum markaða. 

iStock_barcode

Viltu vita hver lágmarkslaunin eru í fyrirtækinu sem framleiðir matvælin sem þú neytir? - 10.1.2014

Raddir þess efnis að neytendur hafi nákvæmar upplýsingar um matvæli verða sífellt háværari. Hvort sem það eru upplýsingar um innihald, rekjanleika eða næringargildi, þá er fjöldi fólks, þá sérstaklega í vestrænum samfélögum, sem telur sig hafa not fyrir slíkar upplýsingar.

Matvæli eiga ekki að ógna heilsu okkar - 8.1.2014

Það er grundvallaratriði að við sem neytendur getum treyst því að maturinn sem við borðum skaði okkur ekki né ógni heilsu okkar.

Síða 1 af 2

Fréttir