Fréttasafn: nóvember 2013

Fyrirsagnalisti

Myndasaga frá veiðum til vöru - 27.11.2013

Matís hefur fengið styrk frá Rannsóknarsjóði síldarútvegsins til að taka saman hagnýtar upplýsingar um vinnslu á ferskum bolfisk frá veiðum í vöru og birta á rafrænu formi.  Verkefnið ber heitið „Myndasaga frá veiðum til vöru“. 

App fyrir sjómenn til að reikna ísþörf - 25.11.2013

Matís hefur nú búið til sérstakt smáforrit (app) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem gerir sjómönnum auðvelt að reikna út ísþörf vegna afla. Forritið var kynnt á Sjávarútvegsráðstefnunni í sl. viku.

Fyrirferðarlítil en framsækin verðmætasköpun - 21.11.2013

Héðinn, þekkingarfyrirtæki í málmiðnaði og véltækni, hefur þróað tiltölulega fyrirferðarlitla próteinverksmiðju (e. Hedinn Protein Plant – HPP) í samstarfi við Matís og sjávarútvegsfyrirtæki, sem er tilbúin til notkunar en verksmiðjan framleiðir próteinmjöl og fiskolíur úr aukahráefni sem fellur til við fiskvinnslu. Verksmiðjan var þróuð með stuðningi frá AVS rannsóknasjóðnum.

Sjávarútvegsráðstefnan 2013 - 19.11.2013

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 21.-22. nóvember. Matís kemur að ráðstefnunni með margvíslegum hætti, t.a.m. situr starfsmaður í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf.

Bæklingur um íslensku bleikjuna - 18.11.2013

Nú fyrir stuttu var gefinn út bæklingur um bleikju en Íslendingar eru umsvifamestir þegar kemur að bleikjurækt. Íslenska bleikjan er alin upp við bestu aðstæður þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.

Matís - leiðandi aðili í þjónustu við atvinnulífið og iðnaðinn - 13.11.2013

Hjá Matís er unnið hörðum höndum við að aðstoða atvinnulífið og matvæla- og líftækniiðnaðinn með leiðandi nýjungum og nýsköpun. Lykilorðið er verðmætasköpun og er ávallt unnið með að leiðarljósi að skapa aukin verðmæti og fleiri störf á sjálfbæran hátt, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Bolungarvík

Stefnumót um gæðamál í sjávarútvegi - 12.11.2013

Sigurjón Arason prófessor og yfirverkfræðingur Matís ásamt Arnljóti Bjarka Bergsyni bjóða áhugamönnum um sjávarútveg í Bolungarvík til stefnumóts í verslun Olís í Bolungarvík kl. 10:00 miðvikudaginn 13. nóvember.

Samstarfsfundur PepsiCo og Matís - 11.11.2013

Indra Nooyi, forstjóri og stjórnarformaður PepsiCo. heimsótti Ísland í síðustu viku. Nokkrir starfsmenn Matís settust niður með Indru og hennar nánasta samstarfsfólki og ræddu núverandi samstarf PepsiCo. og Matís og framtíðarmöguleikana sem liggja í nánara samstarfi.

Makríll | Mackerel

Makrílveiðar og rannsóknir = 20 milljarðar - 7.11.2013

Með samstilltu átaki útgerða, vinnslu og rannsóknaraðila tókst að tryggja gæði hráefnisins svo nú fer yfir 80% aflans í vinnslu afurða til manneldis.

Icelandic Agricultural Sciences 2013

Icelandic Agricultural Sciences er komið út - 1.11.2013

Nú er 26. árgangur vísindaritsins Icelandic Agricultural Sciences (gamla Búvísindi) komin út og allar greinarnar sem þar birtast eru einnig á heimasíðu ritsins, www.ias.is, en ritið er í opnum aðgangi (open access). Átta greinar eru í ritinu og spanna vítt svið að venju.


Fréttir