Fréttasafn: október 2013

Fyrirsagnalisti

MNÍ

Matarsmiðjur Matís tilnefndar til Fjöreggs MNÍ - 30.10.2013

Fjöregg MNÍ 2013 var afhent í 21. sinn á ráðstefnu Matvæladags Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ) sem haldinn var þann 16. október sl.

Fishing Gear Network meeting in Reykjavík

Ný tækni í veiðafærum og aflameðferð - 28.10.2013

Fyrir stuttu var haldinn vinnufundur í húsakynnum Matís í Reykjavík um veiðarfæri og aflameðferð (New technology for the Nordic fishing fleet: Fishing gear and effective catch handling). 

Sjávarútvegur, framfarir og Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís, umræðuefni leiðara Morgunblaðsins. - 24.10.2013

Þriðjudaginn 22. október sl. var áhugavert umfjöllunarefni tekið fyrir í leiðara Morgunblaðsins. Þar var rætt um íslenska sjávarútveg, framfarir sem þar hafa átt sér stað, tækifæri nánustu framtíðar og Sigurjón Arason yfirverkfræðing hjá Matís og prófessor við Háskóla Íslands.

Makríll | Mackerel

Kraftaverk í makrílnum - 22.10.2013

Ítarlegt viðtal var við Sigurjón Arason, yfirverkfræðing hjá Matís, í Morgunblaðinu um sl. helgi. Þar fer Sigurjón yfir víðan völl í sjávarútvegi. Viðtalið má að hluta til finna hér.

Stefnumót hönnuða og bænda - myndband - 21.10.2013

Stefnumót hönnuða og bænda er nýsköpunarverkefni Listaháskóla Íslands, í samstarfi m.a. við Matís, þar sem vöruhönnuðum og bændum er teflt saman með það að markmiði að þróa matarafurðir í hæsta gæðaflokki.

Framleiðsla á sæeyrum og sæbjúgum hlýtur verðlaun - 18.10.2013

Sæbýli ehf. á Eyrarbakka hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi og nýstárlegt framtak á sviði vísinda og atvinnumála. Sæbýli er að hefja framleiðslu á sæeyrum og sæbjúgum til útflutnings og nýtir til þess íslenskt hugvit, heitt vatn og hreinan sjó. Framleiðslan hjá Sæbýli er í samstarfi við Matís.

Nýsköpunarfyrirtækið Marinox

Marinox slær í gegn í Eurostars - 16.10.2013

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Marinox ehf. hlaut á dögunum veglegan rannsókna- og þróunarstyrk á vettvangi Eurostars áætlunarinnar sem 33 ríki í Evrópu eru aðilar að. Verkefni Marinox og samstarfsaðila var metið fjórða besta verkefnið af 594 verkefnum.

Sigurjón Arason

Kynningarfyrirlestur - nýskipaður prófessor Sigurjón Arason - 15.10.2013

Þann 17. október n.k. flytur Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís og nýskipaður prófessor í matvælaverkfræði við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ, erindi í tilefni að ráðningu sinni.

Viskí úr íslensku byggi hlutskarpast í keppni um nýjar hugmyndir í matvælaframleiðslu - 14.10.2013

Fyrirtækið Þoran sem þróar nú framleiðslu á íslensku gæðaviskí úr byggi hlaut fyrstu verðlaun í nýsköpunarsamkeppni Matís og Landsbankans fyrir viðskiptahugmyndir í matvæla- og líftækniiðnaði sem byggðar eru á íslensku hráefni og hugviti.

Nýr framkvæmdastjóri hjá Marinox - 11.10.2013

Brynhildur Ingvarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Marinox ehf., framleiðanda UNA skincare húðvörulínunnar.

Síða 1 af 2

Fréttir