Fréttasafn: ágúst 2013

Fyrirsagnalisti

Viltu taka þátt í skemmtilegri rannsókn? - 30.8.2013

Rannsóknastofa í næringarfræði við Landspítala, Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Matís óska eftir þátttakendum í rannsókn sem hefur það að markmiði að kanna hversu vel líkaminn nýtir omega-3 fitusýrur frá mismunandi uppsprettum.

Sjávarútvegsráðstefna - 6.september 2013 - 28.8.2013

Þann 6. september 2013 verður haldin á Ísafirði Sjávarútvegsráðstefnan 'Markaðsmál sjávarútvegs í ljósi rannsókna og þróunar'.

Þekkir þú matinn þinn? | Do you know your food?

Samkeppni um bestu viðskiptahugmyndirnar í matvæla- og líftækniiðnaði - 26.8.2013

Matís og Landsbankinn hafa komið á fót nýsköpunarkeppni fyrir viðskiptahugmyndir í matvæla- og líftækniiðnaði sem byggjast skulu á íslensku hráefni eða hugviti.

Verðlaunabrauð LABAK - 26.8.2013

Landssamband bakarameistara (LABAK) og Matís kynna verðlaunabrauð LABAK. Brauðið er afrakstur keppni sem efnt var til meðal félagsmanna fyrr í sumar og var valið úr 11 innsendum brauðum.

Matís horfir á eftir starfsmönnum sínum með bros á vör - 21.8.2013

Frá stofnun Matís árið 2007 hefur fjöldi nemenda verið við rannsóknartengd störf hjá fyrirtækinu og margir þeirra hafa kosið að starfa áfram hjá Matís að námi loknu. Enda hefur Matís lagt metnað sinn í að hlúa vel að nemendum sínum og í höfuðstöðvum fyrirtækisins er til að mynda stórt skrifstofurými ætlað þeim sem stunda rannsóknir í tengslum við nám sitt.

Rétt kæling er forsenda gæða

Mokveiði á kostnað gæða - 19.8.2013

Illa blóðgaður illa kældur fiskur leiðir til lakari gæða hráefnis og afurða - "Það er aldrei hægt að breyta lélegu hráefni í fína afurð og við eigum að leggja meira upp úr gæðum og verðmætum en magni."

Upplýsingar vegna IPA verkefnisins Örugg matvæli - fréttatilkynning frá Matvælastofnun (MAST) og Matís - 15.8.2013

Að gefnu tilefni skal upplýst að verkefnið Örugg matvæli, sem var hluti af IPA áætluninni, er mikilvægt til að tryggja enn frekar matvælaöryggi og vernda íslenska neytendur óháð inngöngu í ESB.  Verkefnið gerir íslenskum yfirvöldum, Matvælastofnun (MAST) og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna (HES) betur kleift að framfylgja reglugerðum um matvælaöryggi og neytendavernd, en þær hafa nú þegar verið innleiddar á Íslandi í gegnum EES samninginn.

Eldisþorskur í sjókvíum

Ölum við fiska á diska framtíðarinnar? - 8.8.2013

Vöxtur fiskeldis á Íslandi hefur verið hægari en ætla mætti vilji Íslendingar gegna sama hlutverki við matavælaframleiðslu úr fiskmeti og þeir hafa gert hingað til. Arnljótur Bjarki Bergsson sviðsstjóri hjá Matís telur að frekari rannsóknir og þróunarvinnu þurfi til að efla fiskeldi hérlendis.

Af hverju er engin íslensk vara meðal þeirra bestu? - 6.8.2013

Viðtal við Pál Gunnar Pálsson sem fylgst hefur með þróun íslenskra neytendavara úr fiski. En fáar slíkar vörur eru á boðstólnum og enn færri í útflutningi. Hvers vegna hafa Íslendingar nær einungis markað sér stöðu sem hráefnisframleiðendur?

Heilsuspillandi bakteríur leynast víða - 2.8.2013

Vissir þú að í vatnsúða geta leynst Legionella bakteríur, sem eiga það til að valda Hermannaveiki? Slíkt er þó óalgengt hér á landi, en Matís hefur nú hafið mælingar fyrir Legionellu bakteríusmiti.


Fréttir