Fréttasafn: júlí 2013

Fyrirsagnalisti

Útflutningsverðmæti grásleppuafurða aukast um 300 milljónir - 31.7.2013

Ný reglugerð um grásleppu kallaði á nýja markaði og vinnsluaðferðir sem hafa skilað talsverðum arði og verið atvinnuskapandi. Nýtingin hefur líka batnað til muna en hér á landi voru einungis hrognin nýtt sem nemur um 30% af heildarþyngd fisksins.

Varnarefni í skólamáltíð drógu börn til dauða - 29.7.2013

Við matvælaframleiðslu eru gjarnan notuð varnarefni, sem eiga að stuðla að betri uppskeru og koma í veg fyrir skaða af völdum illgresis, sveppa og meindýra. Reglugerðir eiga að vernda neytendur fyrir því að neyta þessara efna, en þrátt fyrir það liggja nú 22 börn í valnum eftir neyslu mengaðrar fæðu.

Viltu koma þinni vöru á framfæri erlendis? - 25.7.2013

Særimner hátíðin verður haldin dagana 8.-10. október í Svíþjóð. Þemað í ár er norræn matvælasköpun og hefur verið opnað fyrir skráningar, fyrir þá sem vilja kynna vörur sínar og taka þátt í sænsku meistarakeppninni í matvælaframleiðslu.

3X Technology semur við HB Granda - 24.7.2013

Samstarfsaðili Matís til langs tíma skrifaði á dögunum undir samning við HB Granda sem leggur þar með grunninn að fyrirkomulagi um borð í ísfisktogurum til framtíðar.

„Það gerir enginn gull úr skít“ - 22.7.2013

Í dag afhenti Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðstjóri hjá Matís, Einari Kristni Guðfinnssyni forseta Alþingis 63 eintök af bæklingnum „Mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski“, sem Matís lét endurprenta nú fyrir skemmstu.

www.kaeligatt.is

Fagur er kældur fiskur - 17.7.2013

Í Morgunblaðinu í dag birtist frétt um endurprentun Matís á bæklingi sem fjallar mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski. Bæklingurinn er ætlaður öllum þeim sem starfa á sjó við meðhöndlun fisks. Hægt er að nálgast hann hér á heimasíðunni.

Matís tekur þátt í „Fiskideginum  mikla“ - 15.7.2013

Bæjarhátíðin „Fiskidagurinn mikli“ verður haldin laugardaginn 10. ágúst á Dalvík. Á hátíðinni gefst gestum og gangandi tækifæri til að smakka margvíslega fiskrétti og súpur. Matís mun verða einn af styrktaraðilum hátíðarinnar á næsta ári.

Mun matvælaskortur leiða til átaka? - 10.7.2013

Sveinn Margeirsson forstjóri Matís var í viðtali í Morgunútvarpinu þriðjudaginn 9. júlí. Þar talaði hann um þau vandamál sem steðja að heimsbyggðinni hvað varðar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi í dag og í nánustu framtíð.

Rannsóknarúrræði bætt í Tansaníu - 8.7.2013

Nýtt og glæsilegt rannsóknarskip hefur verið afhent stjórnvöldum í Tansaníu. Það mun nýtast við rannsóknir á fiskistofnum í Tanganyikavatni, en fiskur þaðan er ein megin fæðuuppsprettan í landinu sem og í nágrannalöndunum Búrundí, Kongó og Zambíu.

Nýleg samantektarskýrsla afhjúpar eiturefni í umhverfinu - 5.7.2013

Nýleg yfirlitsskýrsla um per- og  polyflúoreruð alkanefni (PFC) leiddi í ljós að talsvert vantar af eðlisefnafræðilegum gögnum um stóran hluta þessara efna. En vísbendingar er um að þau geti valdið alvarlegum eituráhrifum og skaðað heilsu manna og dýra.

Síða 1 af 2

Fréttir