Fréttasafn: júní 2013

Fyrirsagnalisti

Matís í Færeyjum - 29.6.2013

Sigurjóni Arason hélt erindi við opnun Granskarasetursins

vinnsla_voruthroun

Aukin vinnsla skilar verðmætum - 26.6.2013

 Á síðustu árum hefur mikill metnaður verið lagður í fullnýtingu fisks hér á landi sem hefur stuðlað að mikilli verðmætasköpun og sem dæmi má nefna að árið 2012 var hvert veitt tonn af ýsu um þriðjungi verðmætara en það var árið 2008.

SAFE minnir á mikilvægi matvælaöryggis - 24.6.2013

SAFE Consortium gefur út stefnumarkandi skýrslu um rannsóknaráherslur og mikilvægi matvælaöryggis. Skýrslan var afhent framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en hún ítrekar mikilvægi þess að matvælaöryggismál séu sett í forgrunn allra matvælarannsókna. 

Íslendingar stuðla að virðisaukningu í Bangladesh - 20.6.2013

Rækju og fisksamband Bangladesh (BSFF) óskaði fyrr á þessu ári eftir aðstoð frá Sjávarútvegsháskóla Sameinuðuþjóðanna og Matís við að finna leiðir til að minnka hráefnistap, við fiskveiðar, slátrun og flutning á markað sem og við að auka nýtingu á aukaafurðum sem falla til við vinnslu.

Norðmenn horfa til Íslands þegar kemur að nýtingu á fiskafurðum - 18.6.2013

Nýting auka afurða af hvítfiski, einkum þorski, hér á landi hefur vakið verðskuldaða athygli í Noregi.

Atlantshaf/Atlantic Ocean

Öll sýni af sjávarafurðum til manneldis undir hámarksgildum ESB - 12.6.2013

Matís hefur birt árlega skýrslu sem fjallar um mengunarvöktun í sjávarfangi, lýsi og fóðri. Skýrslan kynnir niðurstöður efnagreininga á óæskilegum efnum í mikilvægum sjávarafurðum en verkefnið er hluti af sívirku vöktunarverkefni sem er styrkt af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og hefur verið í gangi frá árinu 2003.

Turbot (www.fauna.is)

Aðstæður til sandhverfueldis eru hagstæðar á Íslandi - 11.6.2013

Sandhverfa er mjög eftirsóttur fiskur á mörkuðum í Evrópu og að mörgu leyti eru aðstæður til eldis sandhverfu góðar á Íslandi.

HÍ og Matís sameinast um eflingu menntunar á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis - 9.6.2013

Háskóli Íslands og Matís ohf. gerðu í dag samning sín á milli um víðtækt samstarf á sviði kennslu og rannsókna. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís undirrituðu samninginn.

Íslenskir nemendur eftirsóttir erlendis - 6.6.2013

Á opnum fundi um mikilvægi langtímarannsókna í matvælaiðnaði sem haldinn var af Matís í samstarfi við PepsiCo kom fram að erlend stórfyrirtæki, á borð við PepsiCo., eru farin að horfa til Íslands í leit að nemendum í matvælafræði til að vinna með þeim að rannsóknum.

Svarta hermannaflugan í fiskeldi? - 4.6.2013

Matís ohf. í samvinnu við Íslenska matorku ehf. og Háskóla Íslands hefur sett í gang tilraunaræktun á hryggleysingjum til að framleiða ódýr prótein til fóðurgerðar fyrir fiskeldi. Um ræðir lirfu svörtu hermannaflugunnar (e. Black Soldier Fly).
Síða 1 af 2

Fréttir