Fréttasafn: maí 2013

Fyrirsagnalisti

Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri/Research Director

Herði G. Kristinssyni, rannsóknastjóra Matís, boðið að sitja í evrópska lífhagkerfisráðinu - 31.5.2013

Rannsóknastjóra Matís var fyrir stuttu boðið að setjast í evrópska lífhagkerfisráðið en það er mikill heiður, ekki bara fyrir Matís heldur einnig fyrir íslenskt vísindasamfélag. Matís óskar Herði innilega til hamingju.

Nýsköpun í sjávarútvegi – norrænt samstarf - 30.5.2013

Norræna nýsköpunarmiðstöðin, Nordic Innovation, býður til ráðstefnu í Hörpu 5.-6. júní nk. til að fjalla um norrænan sjávarútveg, stöðu hans og framtíð.

Mikilvægi langtíma rannsókna í vöruþróun - verðmætasköpun í alþjóðlegu samhengi - 24.5.2013

Þriðjudaginn 4. júní nk. kemur hátt settur aðili innan PepsiCo til Íslands til að kynna sér matvælaframleiðslu á Íslandi, halda fyrirlestur og heimsækja samstarfsaðila sinn, Matís.

Meistaradagur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands 2013 - 22.5.2013

Dr. Sveinn Margeirsson forstjóri Matís flytur erindi um Rannsóknir og raunhæfar lausnir í matvælaiðnaði og líftækni á Meistaradegi Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands.

3X og VaxVest í samstarf - 19.5.2013

3X Technology á Ísafirði og Vaxtarsamningur Vestfjarða hafa undirritað samning til að styrkja prófanir á nýjum búnaði sem fyrirtækið er að þróa, FILTREX vatnshreinsibúnaði. Verkefnið er unnið í samvinnu við Matís og rækjuvinnslu Kampa.

Bylting í mælingum á bragð- og lyktarefnum í matvælum - 19.5.2013

Matís í samstarfi við Háskóla Íslands, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Sandgerði og ArcticMass fékk styrk úr Tækjasjóði Rannís árið 2012 til að festa kaup á gasskilju/massagreini (e. gas chromatograph/mass spectrometer, GC/MS).

Ráðstefna um umhverfismengun á Íslandi; vatn og vatnsgæði - 19.5.2013

Ráðstefna um umhverfismengun á Íslandi, vatn og vatnsgæði, var haldin 22. mars 2013 í tilefni af degi vatnsins en ráðstefna þessi er haldin fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna 22. mars ár hvert.

Kisur eru ekki einu dýrin sem lækka blóðþrýsting. Þorskurinn gerir það líka! - 18.5.2013

Fimmtudaginn 30.maí fer fram doktorsvörn við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þá ver Sigrún Mjöll Halldórsdóttir matvælafræðingur hjá Matís doktorsritgerð sína „Nýjar og bættar aðferðir við að framleiða vatnsrofin fiskprótein með lífvirka eiginleika - Oxunarferlar og notkun náttúrulegra andoxunarefna við ensímatískt vatnsrof“.

Kisur eru ekki einu dýrin sem lækka blóðþrýsting. Þorskurinn gerir það líka! - 18.5.2013

Fimmtudaginn 30.maí fer fram doktorsvörn við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þá ver Sigrún Mjöll Halldórsdóttir matvælafræðingur hjá Matís doktorsritgerð sína „Nýjar og bættar aðferðir við að framleiða vatnsrofin fiskprótein með lífvirka eiginleika - Oxunarferlar og notkun náttúrulegra andoxunarefna við ensímatískt vatnsrof“.

!!Matis_logo

Samstarfssamningur MAST og Matís - 16.5.2013

Þann 14. maí undirritaði Matvælastofnun (MAST) þjónustusamning við Matís um öryggismælingar á sviði varnarefna.

Síða 1 af 2

Fréttir