Fréttasafn: apríl 2013 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Háskólanemendur | University Students

Kynningarfundur á meistaranámi í matvælafræði - 10.4.2013

Alþjóðlegt meistaranám í matvælafræði í samvinnu Háskóla Íslands og Matís. Kynning og viðtöl við áhugasama verða í stofu HT-300 á Háskólatorgi föstudaginn 12. apríl kl. 14–16.

MPF og Matís þróa tofu úr þorskhryggjamarningi - 10.4.2013

Matís hefur ásamt fyrirtækinu MPF Ísland í Grindavík þróað nýja afurð – fiskitofu. Við vinnsluna er notaður marningur sem í dag er nýttur í verðminni afurðir. Afurðin var kynnt á fundi Sjávarklasans vegna verkefnisins Green Marine Technology. Var góður rómur gerður af hinni nýju afurð og má á myndunum meðal annars sjá forseta Íslands gæða sér á fiskitofu framleiddu af Matís.

Þróun á fisktofu hefur verið styrkt af Impru í verkefni sem nú er að ljúka. Næstu skref fela í sér áframhaldandi þróun, uppskölun og markaðssetningu á hinni nýju afurð og hefur fengist styrkur frá AVS til að koma að því verkefni.

Nánari upplýsingar veitir Hörður G. Kristinsson hjá Matís.

Breytingar hjá Matís á Akureyri - 10.4.2013

Nú um mánaðarmótin urðu þær breytingar á starfsemi Matís, á sviði efnagreininga að varnarefnamælingar á ávöxtum og grænmeti sem verið hafa á starfstöð Matís á Akureyri fluttust til Reykjavíkur.

iStock_Bacterias

Örverur í hafinu umhverfis Ísland - 8.4.2013

Undanfarin misseri hefur Matís, í góðu samstarfi við Hafrannsóknarstofnunina, staðið að rannsóknum á örverum í hafinu umhverfis Ísland.

Örugg matvæli? - 3.4.2013

Þriðjudaginn 16. apríl stendur Vörustjórnunarfélag Íslands fyrir ráðstefnu um rekjanleika og matvælaöryggi. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís og Valur N. Gunnlaugsson frá Matís halda erindi en auk þess mun Sveinn stjórna fundi.

Síða 2 af 2

Fréttir