Fréttasafn: apríl 2013

Fyrirsagnalisti

Hestar | Icelandic Horses

Skeiðgenið nú greint á Íslandi - 29.4.2013

Matís, sem sér um foreldragreiningar hesta, hefur nú hafið DNA greiningar á geninu DMRT3, hinu svokallaða skeiðgeni. Mikil umræða skapaðist meðal hestamanna í lok ársins 2012 þegar fréttir bárust af því að búið væri að finna gen í hrossum sem stjórnaði skeiðgangi þeirra.
Fiskirfréttir

Ferskara gerist hráefnið ekki - 25.4.2013

Ásbjörn Jónsson matvælafræðingur hjá Matís fór í eina veiðiferð með fullkomnasta línuveiðiskipi heims þar sem hann hafði hönd í bagga með að framleiða nokkrar spennandi niðursuðuvörur úr afbragsfersku hráefni.

Breytum ekki skít í gull - 24.4.2013

Enginn efast um framlag Sigurjóns Arasonar, yfirverkfræðings hjá Matís og prófessors við HÍ, til aukinnar verðmætasköpunar í íslenskum sjávarútvegi. Sigurjón hefur verið viðriðin sjávarútveginn undanfarna áratugi í starfi sínu hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf) og Matís.

Sæbjúgu við getuleysi? - 23.4.2013

Á laugardaginn var haldið málþing um íslenskan matvælaiðnað, umhverfismál og vistvæna nýsköpun.  Á sama tíma var efnt til sýningar á verkefnum nemenda í vistvænni nýsköpun matvæla en nemendur höfðu keppt um titilinn vænlegasta og vistvænasta nýsköpunarhugmyndin á matvælasviði árið 2013 (Ecotrophelia).

Atlantshaf | Atlantic Ocean

Skyndileg aukning í PCB efnum vegna hvalskurðar? - 19.4.2013

Vöktun á mengunarefnum í lífríki við strendur Íslands hefur farið fram síðan 1990. Verkefnið er unnið af Matís í samstarfi við Rannsóknastofu í Lyfja- og eiturefnafræði við HÍ og Hafrannsóknastofnun.

Þróun á verðmætu kavíarlíki - 18.4.2013

Verkefninu „Fiskiperlur" sem unnið var í samvinnu fyrirtækisins Vignis G. Jónssonar á Akranesi og Matís og styrkt var af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi er nú að ljúka. Markmiðið var að þróa neytendavöru (kavíarlíki) í háum verðflokki,einkum á Frakklands- og Spánarmarkað.

Hvert er ástand neysluvatns í þínu sumarhúsi? - 18.4.2013

Sumarhúsum hefur fjölgað mikið síðustu ár, en samkvæmt Þjóðskrá Íslands voru 12.225 sumarbústaðir á landinu 2011.  Með fjölgun sumarbústaða hefur vatnsveitum í einkaeign fjölgað.  Heilbrigðiseftirlit sveitafélaga sér um eftirlit á neysluvatni frá stærri vatnsveitum en það er á ábyrgð eigenda einkavatnsbóla að fylgjast með gæðum neysluvatns úr minni veitunum.

Hver eru umhverfisáhrif íslensks matvælaiðnaðar? - 16.4.2013

Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóli Íslands og Samtök iðnaðarins halda opið málþing um íslenskan matvælaiðnað, umhverfismál og vistvæna nýsköpun, laugardaginn 20. apríl kl. 13-17 í Háskólatorgi Háskóla Íslands.

Deilir þú húsnæði með myglusveppi? - 16.4.2013

Viltu vita hvort myglusveppur hefur búið um sig í þínu húsnæði? Matís býr yfir góðum tækjabúnaði til nákvæmra mælinga á myglugróum og öðrum örverum í andrúmslofti.

Rekjanleiki | Traceability | © iStock Swoosh-R

Fölsuð vara – hvað er til ráða? - 12.4.2013

Að undanförnu hefur verið mikil umræða um matvælaöryggi og fölsun matvælaupplýsinga, þar sem neytendur hafa í vissum tilfellum verið hreinlega sviknir við kaup á neysluvörum. Ráðstefna um þessi mál verður haldin þriðjudaginn 16. apríl kl. 08:30-12:30.

Síða 1 af 2

Fréttir