Fréttasafn: 2013

Fyrirsagnalisti

Efling menntunar og starfsþjálfunar í matvælaframleiðslu - 20.12.2013

„Með sviði um menntun og matvælaframleiðslu gerum við starfsemi og hlutverk Matís meira áberandi og tengjum betur saman atvinnulífið, menntun, rannsóknir og þróun á matvælum,“ segir Guðjón Þorkelsson sviðsstjóri.

Logo_UNU_ftp

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna veitir UNU-FTP viðurkenningu  - 18.12.2013

Á fundi allsherjarþings Sameinuðu Þjóðanna í New York 9. desember 2013 var viðurkennt sérstaklega framlag Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNU-FTP) við að byggja upp sjávarútveg í þróunarríkjum. 

Matís tekur við rekstri SAFE - 16.12.2013

Á árinu 2013 tók Matís við framkvæmdastjórn og rekstri SAFE Consortium, evrópskum samstarfsvettvangi rannsóknastofnana á sviði matvælaöryggis. Þátttakendur í SAFE eiga það allir sameiginlegt að leggja áherslu á mikilvægi matvælaöryggis og þann samfélagslega ávinning sem hlýst af rannsóknum og þekkingaruppbyggingu á því sviði.

Frá vísindum til verðmæta - 12.12.2013

Liðinn er um áratugur síðan mörkuð var stefna um metnaðarfullt rannsókna- og þróunarstarf í íslenskum sjávarútvegi, með stofnun AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi 2003. Síðan hafa vísindi og verðmætasköpun í sjávarútvegi gengið hönd í hönd að hagnýta ónotuð tækifæri til lands og sjávar. 

Sagan um fisk - 9.12.2013

Nú nýverið opnaði Landsbankinn stórglæsilegan vef tileinkaðan sjávarútvegi, Sagan um fisk, en þar er meðal annars fjallað um verðmætasköpun í greininni.

Lausfrysting á grænmeti gefur góða raun - 4.12.2013

Lausfryst grænmeti, blómkál og spergilkál, var verkefni sem unnið var haustið 2012 af Matís og Sölufélagi garðyrkjumanna. Nú um ári síðar eru komnar allar niðurstöður um viðbrögð markaðarins.

Klikki kælingin kemur klink í stað seðla - 2.12.2013

Sjávarútvegstengd fyrirtæki hafa í unnið saman að leysa flöskuhálsa sem þrengja að, frá því að bjarga þurfti verðmætum til þess að auka verðmætin.

Myndasaga frá veiðum til vöru - 27.11.2013

Matís hefur fengið styrk frá Rannsóknarsjóði síldarútvegsins til að taka saman hagnýtar upplýsingar um vinnslu á ferskum bolfisk frá veiðum í vöru og birta á rafrænu formi.  Verkefnið ber heitið „Myndasaga frá veiðum til vöru“. 

App fyrir sjómenn til að reikna ísþörf - 25.11.2013

Matís hefur nú búið til sérstakt smáforrit (app) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem gerir sjómönnum auðvelt að reikna út ísþörf vegna afla. Forritið var kynnt á Sjávarútvegsráðstefnunni í sl. viku.

Fyrirferðarlítil en framsækin verðmætasköpun - 21.11.2013

Héðinn, þekkingarfyrirtæki í málmiðnaði og véltækni, hefur þróað tiltölulega fyrirferðarlitla próteinverksmiðju (e. Hedinn Protein Plant – HPP) í samstarfi við Matís og sjávarútvegsfyrirtæki, sem er tilbúin til notkunar en verksmiðjan framleiðir próteinmjöl og fiskolíur úr aukahráefni sem fellur til við fiskvinnslu. Verksmiðjan var þróuð með stuðningi frá AVS rannsóknasjóðnum.

Síða 1 af 14

Fréttir