Fréttasafn: 2012 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Lífhagkerfi | Bioeconomy

Áhættugreining til að tryggja matvælaöryggi og neytendavernd - 15.11.2012

Matís heldur námskeið um áhættugreiningu á sviði matvæla- og næringarfræði dagana 16., 19. og 20.  nóvember en áhættugreining er vel skilgreind aðferð til að skilja og meta áhættu vegna neyslu matvæla og hvernig hægt er að minnka hana. Mikill áhugi er á þessum málaflokki og nú er svo komið að fullt er orðið á námskeiðið.

Viltu taka þátt í að auka veg staðbundinna matvæla innan ferðaþjónustunnar? - 12.11.2012

Matar-málþing í Breiðabliki á Snæfellsnesi föstudaginn 16. nóv. kl. 14:30-18:00

Margir merkilegir fyrirlestrar á Sjávarútvegsráðstefnunni - 11.11.2012

Sjávarútvegsráðstefnunni lauk núna í hádeginu.  Mjög margt áhugavert kom fram og voru einir fjórir starfsmenn Matís með erindi en auk þess var Sveinn Margeirsson forstjóri Matís með fundarstjórn og Anna Kristín Daníelsdóttir situr í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar.

7. rannsóknaáætlunin | FP7

Matís stjórnar erlendu samstarfsverkefni um minni saltnotkun í matvælavinnslu - 7.11.2012

TASTE er verkefni skipulagt af hópi evrópskra smárra og millistórra fyrirtækja (SMEs) úr matvæla og sjávarþörungaiðnaði  í þeim tilgangi að finna lausnir á því hvernig minnka má notkun salts við matvælaframleiðslu með notkun sjávarþörunga.

Atlantshaf/Atlantic Ocean

Staða mengunar þungmálma og annarra eiturefna í hafinu umhverfis landið - ný skýrsla Matís - 7.11.2012

Mengun þungmálma og annarra eiturefna í hafinu umhverfis landið er almennt vel undir alþjóðlegum viðmiðunarmörkum, eins og fram kemur í nýrri skýrslu Matís um breytingar á lífríki sjávar við landið (skýrsla 28-12).

Matvælalandið Ísland er fjársjóður framtíðarinnar - 5.11.2012

Ráðstefna um matvælaframleiðslu verður haldin 6. nóvember nk. Sveinn Margeirsson forstjóri Matís situr í pallborði ásamt atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra

Hönnuðir og Bændur – Skapandi nálgun á upplifunum frá Nýnorræna eldhúsinu - 2.11.2012

Nýr norrænn matur, eða Nýnorræna eldhúsið eins og það er oft kallað, er stöðugt að hefja ný samstarfsverkefni og koma sér inn á nýjan vettvang með því markmiði að sameina reynslu í matreiðslu og skapandi atvinnugreinum.

Sigurjón Arason

Verðmætt norrænt samstarf á sjávarútvegssviðinu - 23.10.2012

Matís tekur á margvíslegan hátt þátt í samstarfsverkefnum með hinum Norðurlöndunum. Bæði á það við um einstök verkefni þar sem koma að önnur rannsóknafyrirtæki, stofnanir og framleiðslufyrirtæki og í mörgum tilfellum leiðir Matís aðrar íslenskar stofnanir eða fyrirtæki til slíkra norrænna verkefna.

Saltfiskur

Breytileiki þorsks getur haft veruleg áhrif á gæði saltfisks og heildarnýtingu - 22.10.2012

Þriðjudaginn 23. október kl. 15:30, mun meistaraneminn Paulina Elzbieta Romotowska halda fyrirlestur hjá Matís, Vínlandsleið 12, um meistaraverkefnið sitt við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands: „Stöðugleiki fitu í þorskvöðva eftir árstímum – áhrif söltunar og koparsklóriðs (II) á oxun fitu.“

Matís og Háskólafélag Suðurlands

Háskólafélag Suðurlands og Matís taka höndum saman! - 22.10.2012

Matís og Háskólafélag Suðurlands auglýsa stöðu starfsmanns á Suðurlandi. Starfsmaðurinn mun sinna jöfnum höndum verkefnum tengdum Matarsmiðju Matís á Flúðum í Hrunamannahreppi og uppbyggingu menntamála á Suðurlandi.

Síða 2 af 12

Fréttir