Fréttasafn: nóvember 2012

Fyrirsagnalisti

Vöruþróunarsetur sjávarafurða miðar að aukinni verðmætasköpun - 29.11.2012

Staðsetning starfstöðva Matís vítt og breitt um landið hefur auðveldað frumkvöðlum að leita eftir samstarfi og stuðningi.

Matís logo

Myndbönd um starfsstöðvar Matís - 26.11.2012

Myndbönd frá nokkrum starfsstöðvum Matís hafa nú verið framleidd. Myndböndin eru um 4 mínútur hvert að lengd og þar er margt merkilegt að sjá og heyra.

Saltfiskur

Hvernig býr maður til góðan saltfisk? - 25.11.2012

Matís hefur nú gefið út rit um hvernig búa á til góðan saltfisk. Páll Gunnar Pálsson hjá Matís hefur átt veg og vanda af útgáfunni.

Starfsmaður Matís ver doktorsritgerð sína - 22.11.2012

Mánudaginn 26. nóvember n.k. fer fram doktorsvörn við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Þá ver J. Sophie R.E. Jensen lyfjafræðingur doktorsritgerð sína: Lífvirk náttúruefni úr íslenskum soppmosum - frumdýra- og krabbameinsfrumuhemjandi virkni“ (enska: „Bioactive compounds from Icelandic liverworts - anti-protozoal and cytotoxic activity“).

Mikilvægi aðgreiningar á bolfiski úr Norður-Atlandshafinu frá ódýrari hvítfisktegundum - 19.11.2012

Málstofa um markaðsaðgreiningu bolfisks frá Norður-Atlantshafi. Niðurstöður rannsókna á markaðsaðgreiningu bolfisks frá Norður-Atlantshafi verða kynntar á málstofu hjá Matís þann 4. desember næstkomandi.

Matur_saga_menning

Vestfirskar aðventukrásir í Víkinni 22. nóvember - 19.11.2012

Félagið Matur-saga-menning verður með kynningu á þjóðlegum vestfirskum matarhefðum í Víkinni, sjóminjasafninu í Reykjavík, fimmtudaginn 22. nóvember frá kl. 20.00-22.00.
Lífhagkerfi | Bioeconomy

Áhættugreining til að tryggja matvælaöryggi og neytendavernd - 15.11.2012

Matís heldur námskeið um áhættugreiningu á sviði matvæla- og næringarfræði dagana 16., 19. og 20.  nóvember en áhættugreining er vel skilgreind aðferð til að skilja og meta áhættu vegna neyslu matvæla og hvernig hægt er að minnka hana. Mikill áhugi er á þessum málaflokki og nú er svo komið að fullt er orðið á námskeiðið.

Viltu taka þátt í að auka veg staðbundinna matvæla innan ferðaþjónustunnar? - 12.11.2012

Matar-málþing í Breiðabliki á Snæfellsnesi föstudaginn 16. nóv. kl. 14:30-18:00

Margir merkilegir fyrirlestrar á Sjávarútvegsráðstefnunni - 11.11.2012

Sjávarútvegsráðstefnunni lauk núna í hádeginu.  Mjög margt áhugavert kom fram og voru einir fjórir starfsmenn Matís með erindi en auk þess var Sveinn Margeirsson forstjóri Matís með fundarstjórn og Anna Kristín Daníelsdóttir situr í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar.

7. rannsóknaáætlunin | FP7

Matís stjórnar erlendu samstarfsverkefni um minni saltnotkun í matvælavinnslu - 7.11.2012

TASTE er verkefni skipulagt af hópi evrópskra smárra og millistórra fyrirtækja (SMEs) úr matvæla og sjávarþörungaiðnaði  í þeim tilgangi að finna lausnir á því hvernig minnka má notkun salts við matvælaframleiðslu með notkun sjávarþörunga.

Síða 1 af 2

Fréttir