Fréttasafn: september 2012

Fyrirsagnalisti

MNÍ

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands - forstjóri Matís stjórnar fundi 16. október nk! - 30.9.2012

Matvæladagur MNÍ 2012 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík á alþjóðlegum fæðudegi Sameinuðu þjóðanna, þriðjudaginn 16. október, kl. 13-17. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Matvælaöryggi og neytendavernd - Hvar liggur ábyrgðin?“

Visindavaka_Rannis_2012

Vísindavaka Rannís - Matís með þara- og þangbás! - 25.9.2012

Vísindavaka Rannís fer fram í Háskólabíói föstudaginn 28. september nk. Úrval spennandi rannsóknaverkefna verða kynnt á Vísindavökunni í ár eins og undanfarin ár.

Hnottur

Alþjóðlegt samstarf - 21.9.2012

Alþjóðlegt samstarf er mikilsverður þáttur í daglegu starfi Matís og hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna að eiga í samstarfi við erlenda aðila.

Codlight-kviar

Rannsóknir með Kanada og Norðurlöndunum á þorsklirfum - 19.9.2012

Starfsmenn Matís eiga aðild að viðamiklu rannsóknaverkefni í samstarfi Norðurlandanna við Kanadamenn þar sem markmiðið er að auka gæði seiða sem framleidd eru í þorskeldi.

Guðlaug Þóra Marinósdóttir

Aukið traust á fjármálaumsjón Matís í erlendum verkefnum - 17.9.2012

„Fjármál eru mikilvægur liður í rannsóknarverkefnum Matís og ekki hvað síst finnum við fyrir mikilvægi þeirra þegar kemur að erlendum verkefnum Matís sem stöðugt fara vaxandi" segir Guðlaug Þóra Marinósdóttir, skrifstofustjóri Matís.

www.atvest.is

Framtíð sjávarbyggðar á Vestfjörðum - 13.9.2012

Ráðstefna um framtíð sjávarbyggðar á Vestfjörðum er ráðstefna sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 22. sept nk. Forstjóri Matís, Sveinn Margeirsson, er einn fyrirlesara en erindi hans heitir "Samvinna er burðarás árangurs."

iStock_herring

Stofnar uppsjávarfiska rannsakaðir - 12.9.2012

Eitt viðamesta rannsóknaverkefni Matís á síðustu árum hefur snúist um síldarstofna í Norður-Atlantshafi.

Bleikja | Char

Tilraunir gerðar með nýtt fóður fyrir eldisbleikju - 10.9.2012

Fyrir stuttu hófst rannsóknaverkefni í samstarfi íslenskra, norska og sænskra aðila með nýja samsetningu á fóðri í bleikjueldi en segja má að undanfari þess sé þróun og rannsóknir Matís, Hólaskóla og innlendra bleikjuframleiðenda með nýja próteingjafa og hráefni í fóðri.

Örugg matvæli | Food safety

Áhætta og ávinningur við neyslu matvæla - 7.9.2012

Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjóri efnarannsókna og áhættumats hjá Matís, hefur að undanförnu tekið þátt í Evrópuverkefni þar sem myndaður var þekkingarklasi um greiningu áhættu og ávinnings við neyslu matvæla.

Atlantshaf/Atlantic Ocean

Erfðafræði beitt í rannsóknum á Norður-Atlantshafslaxi - 6.9.2012

Fyrir stuttu lauk athyglisverðri Evrópurannsókn á laxi sem staðið hefur frá árinu 2009. Verkefnið bar yfirskriftina SALSEA-Merge og var Matís meðal rannsóknaraðila í því.

Síða 1 af 2

Fréttir