Fréttasafn: júní 2012

Fyrirsagnalisti

Sjávarútvegsráðstefnan

Sjávarútvegsráðstefnan 2012 - 29.6.2012

Næsta sjávarútvegsráðstefna verður haldin á Grand Hótel, dagana 8.-9. nóvember. Hér er um að ræða þriðju ráðstefnu Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf. og hefur hún fengið heitið Horft til framtíðar.

Logo University of Akureyri

Meistaravörn í fiskeldislíftækni - 27.6.2012

Fimmtudaginn 28. júní mun Hugrún Lísa Heimisdóttir verja meistararitgerð sína á sviði líftækni við auðlindadeild HA. Vörnin byrjar kl. 10:00 og verður í stofu R312 á Borgum. Tveir starfsmenn Matís voru leiðbeinendur Hugrúnar í náminu.
Landsmót hestamanna 2012 í Reykjavík

Matís er þátttakandi á Landsmóti hestamanna 2012 sem haldið er í Reykjavík - 26.6.2012

Tuttugasta landsmótið fer fram í Reykjavík að þessu sinni. Matís kynnir starfsemi sína á mótinu en hjá fyrirtækinu er unnið með hesta- og hundaeigendum t.a.m. að með foreldragreiningum á hundum og hestum með erfðarannsóknum.

Svalir - Uppskera

Sjálfbær framleiðsla hjá Matís - 24.6.2012

Á svölum höfuðstöðva Matís fer fram áhugaverð framleiðsla. Þar eru gróðurkassar sem í er ræktað er ýmislegt girnilegt. Nú síðast var uppskera á spínati og graslaukurinn verður nýttur von bráðar.

Skjaldarmerki

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið gefur út reglugerð um kælingu fisks og annarra matvæla - 20.6.2012

Fiskur er með allra viðkvæmustu matvælum og því lögð mikil áhersla á að varðveita ferskleika hans og forðast skemmdir. Óumdeilt er mikilvægi þess að að kæla fisk vandlega strax eftir að hann er veiddur.

Kynningarfundur Matís á sunnanverðum Vestfjörðum - 17.6.2012

Í dag 18. júní verður haldinn kynningarfundur á starfsemi Matís og nýrri starfsstöð fyrirtækisins. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu á Bíldudal og hefst kl. 17.

HI_merki

Varsha A. Kale doktorsnemandi við HÍ og Matís hlýtur styrk - 10.6.2012

Tveir doktorsnemar í lyfjafræði við Háskóla Íslands, Indverjarnir Varsha A. Kale hjá Matís og Vivek S. Gaware, fengu styrk úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala í gær, mánudaginn 4. júní. Rannsóknir þeirra hafa þegar leitt til nýrrar þekkingar í lyfjafræði.

Nammiveggspjald

Stórt skref í bættri heilsu þjóðarinnar? - 6.6.2012

Krónan og Matís eiga í samstarfi til að hjálpa Íslendingum að minnka óhóflega neyslu á sælgæti á svokölluðum nammibörum.

Nammiveggspjald

Stórt skref í bættri heilsu þjóðarinnar? - 6.6.2012

Krónan og Matís eiga í samstarfi til að hjálpa Íslendingum að minnka óhóflega neyslu á sælgæti á svokölluðum nammibörum.

Sjomannadagurinn_2012

Matís óskar sjómönnum til hamingju með daginn - 3.6.2012

Sjómannadagurinn 2012 er genginn í garð en dagurinn var í upphafi stofnaður til þess að efla samstöðu á meðal sjómanna, bæði til að gleðjast og til að minnast látinna sjómanna.  Markmið dagsins er einnig að kynna þjóðinni hve þýðingarmikið starf stéttin vinnur í þágu þjóðfélagsins.

Síða 1 af 2

Fréttir