Fréttasafn: febrúar 2012

Fyrirsagnalisti

Náttúrustofa Vestfjarða

Samstarf Náttúrustofunnar og Matís skilar nýjum hugsunum - 22.2.2012

Samstarf Náttúrustofu Vestfjarða og Matís vegna rannsókna á umhverfismálum strandsjávar hefur án efa skilað sér í nýjum hugsunum og nálgunum, að sögn Þorleifs Eiríkssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða.

iStock_Bacterias

Hvernig stendur þitt fyrirtæki varðandi örverufræðileg viðmið? - 20.2.2012

Matvælastofnun sendi í desember 2011 frá sér drög að leiðbeiningum um örverufræðileg viðmið sem byggja á ákvæðum Evrópureglugerðar (EB/2073/2005) sem tekið hefur gildi hér á landi.

Forsíða

Ársskýrsla Matís 2011 - 17.2.2012

Ársskýrsla Matís 2011 er nú komin út. Sérstök áhersla var lögð á alþjóðlegt samstarf í skýrslu sl. árs

Haskoladagurinn

Háskóladagurinn 2012! Nýjar áherslur í meistaranámi í matvælavísindum - 17.2.2012

Á háskóladeginum er landsmönnum boðið að koma í heimsókn í háskóla landsins og skoða og sjá með eigin augum og eyrum hvað er í boði í skólunum. Á dagskránni eru ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin í litríku og lifandi ljósi.

iStock_000012115353Medium

Vinningshafar í könnun um viðhorf til fullyrðinga um heilnæmi - 14.2.2012

Í dag var dregið úr innsendum svörum könnunarinnar og voru vinningshafar alls fimm og hlýtur hver og einn að launum gjafabréf að verðmæti kr. 5000.

iStock_SeriouslyHot_chilli_Large

Hvert er magn aðskotaefna í mat sem er á borðum neytenda? - 9.2.2012

Þann fyrsta febrúar síðastliðinn hófst nýtt rannsóknarverkefni sem styrkt er að hluta til af 7. rannsóknaráætlun Evrópusambandsins.

Tanganyika

Ráðgjöf um veiðar og vinnslu í Tansanínu - 9.2.2012

Haustið 2011 gerði Matís samning við stjórnvöld í Tansaníu um verkefni við Tanganyikavatn í Tansaníu. Verkefnið er fjármagnað með láni frá Norræna þróunarsjóðum (NDF) sem staðsettur er í Helsinki. Verkefnið var boðið út á norðurlöndum og varð Matís hlutskarpast í því útboði.

Logo_UNU_ftp

Gæðastjórnunarnám fyrir nemendur frá þróunarlöndunum - 9.2.2012

Frá því Sjávarútvegsháskóli Sameinuðu þjóðanna var settur á laggirnar hér á landi fyrir hartnær 11 árum hefur Matís annast kennslu á gæðastjórnunarsviði  skólans. Margeir Gissurarson, verkefnastjóri Matís, hefur umsjón með kennslunni en að henni koma fjölmargir starfsmenn fyrirtækisins og af mismunandi sviðum þess.

Logo_Salmofood

Veitir ráðgjöf í þróun fiskafóðurs í Chile - 9.2.2012

Jón Árnason, fóðurfræðingur og verkefnastjóri hjá Matís, hefur um nokkurra ára skeið setið í þróunarnefnd eins stærsta fiskafóðursframleiðanda Chile, Salmofood S.A. Fyrirtækið er í meirihlutaeigu þarlendra fiskeldisfyrirtækja og framleiðir um 60 þúsund tonn af fóðri á ári.


Fréttir