Fréttasafn: október 2011

Fyrirsagnalisti

EES samningurinn

Innleiðing matvælalöggjafar EES á Íslandi - 30.10.2011

Í árslok 2011 rennur út undanþáguatkvæði sem Íslendingar hafa frá reglugerð í matvælalöggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Í umræðu undanfarna mánuði hafa ákveðin hugtök um matvæli verið til umfjöllunar og er mikilvægt að þessi hugtök séu notuð rétt til að fyrirbyggja misskilning

Matarsmiðja Matís á Flúðum

Geta sveppir verið betri á bragðið en "hollustu góðir"? - 28.10.2011

Fjallað var um Matarsmiðju Matís á Flúðum á skemmtilegan hátt í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 fyrir stuttu. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir taldi að sveppir sem þar er verið að prófa að þurrka væru betri en hollustan í þeim gæfi til kynna; þeir væru í raun meira en bara "hollustu góðir" á bragðið!

Hermun kæliferla 2

Kæling ferskfisks bætt með varmaflutningslíkönum - 28.10.2011

Meginmarkmið verkefnisins Hermun kæliferla - varmafræðileg hermun vinnslu- og flutningaferla, sem hófst í júní 2008, var að endurbæta verklag og búnað fyrir vinnslu og flutning á sjávarafurðum.

Lax rannsóknir

Lax á Íslandsmiðum - Uppruni, vöxtur og aldur - 13.10.2011

Stofnstærð Atlantshafslaxins hefur víða minnkað mikið innan útbreiðslusvæðis tegundarinnar. Margt bendir til að orsakir megi rekja til aukinna affalla í sjávardvöl laxastofnanna.

Matis_madur_korn_2

Sjálfbærni í staðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu - 11.10.2011

Viltu taka þátt í að móta leiðir til að auka veg staðbundinna matvæla innan ferðaþjónustunnar?

Sigurfari-GK-138-455

Lítið magn af óæskilegum efnum er að finna í íslensku sjávarfangi - 11.10.2011

Út er komin skýrsla frá Matís ohf. sem ber heitið Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2010.

WEFTA

WEFTA ráðstefna í Gautaborg - Matís kynnti niðurstöður - 11.10.2011

Dagana 28.-30. september var haldin í Gautaborg ráðstefnan WEFTA 2011. Vísindamenn frá Matís kynntu þar niðurstöður rannsókna sinna.

Sjávarútvegsráðstefnan

Sjávarútvegsráðstefnan 13. og 14. október nk. - Matís er þátttakandi - 5.10.2011

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík 13.-14. október 2011 og ber heitið ,,Frá tækifærum til tekjusköpunar". Matís er þátttakandi að venju en þar mun m.a. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, greina frá nýjum nýsköpunarverkefnum í sjávarútvegi og afrakstri þeirra.

MNÍ

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands - forstjóri Matís stjórnar fundi 18. október nk! - 4.10.2011

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) boðar til Matvæladags MNÍ þriðjudaginn 18. október næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Matvæladagurinn er árviss viðburður sem haldinn hefur verið frá árinu 1993 og er nú haldinn í nítjánda sinn. 

Kjötbókin

Matís opnar kjötbók á netinu - 4.10.2011

Ókeypis aðgangur að upplýsingaveitu um íslenskt kjöt. Nýr upplýsingavefur um kjöt var opnaður fyrir skömmu á vefslóðinni www.kjotbokin.is.

Síða 1 af 2

Fréttir