Fréttasafn: september 2011

Fyrirsagnalisti

Matur-inn 2011

Matís tekur þátt í sýningunni Matur-inn á Akureyri - 29.9.2011

Sýningin MATUR-INN 2011 í Íþróttahöllinni á Akureyri er um komandi helgi. Búist er við þúsundum gesta á sýninguna

- sölusýning með á fjórða tug þátttakenda - fag- og leikmannakeppnir í matreiðslu - ókeypis aðgangur!

Matis Iceland

Staða mengunar þungmálma og annarra eiturefna í hafinu umhverfis landið - ný skýrsla Matís - 28.9.2011

Mengun þungmálma og annarra eiturefna í hafinu umhverfis landið er almennt vel undir alþjóðlegum viðmiðunarmörkum, eins og fram kemur í nýrri skýrslu Matís um breytingar á lífríki sjávar við landið (hér)

NICe kokkakeppni 2011

Kokkakeppni - búðu til stuttmynd - 28.9.2011

Búðu til stuttmynd með símanum eða annari myndbandstökuvél eða búðu til albúm með ljósmyndum. Þú getur unnið ferð til Washington, DC.

Aurora skyr með þara ofl. góðu!

Sjávarskyr? Íslendingar fá fyrstir að bragða! - 20.9.2011

Vinnur ný alíslensk skyrafurð til verðlauna á Ecotrophelia Europe, sem vænlegasta og vistvænasta nýsköpunarhugmyndin á matvælasviði árið 2011?

Icefish 2011

Fullt hús matar á Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi? - 20.9.2011

Matís tekur þátt í Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi 22.-24. sept. nk. Á bás Matís, nr. C50, verður margt um að vera og má þar nefna kynningu á skyri með lífvirkum þara sem einu innihaldsefna og þar með öllum þeim andoxunareiginleikum sem þari hefur að geyma, bragðmikinn heitreyktan makríl og ljúffenga humarsúpu.

Matarsmiðja Matís á Flúðum

Nýr einblöðungur um Matarsmiðju Matís á Flúðum - 19.9.2011

Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu, sem hefur fengið leyfi þar tilbærra yfirvalda til rekstursins.

Gæði strandveiðiafla 2011

Gæði strandveiðiafla 2011 - 19.9.2011

Sumarið 2011 var þriðja sumarið sem frjálsar handfæraveiðar með takmörkunum á heildarmagni, svokallaðar strandveiðar, voru heimilaðar. Í pottinum voru 8.500 tonn og í heildina tóku 685 bátar þátt í veiðunum.

EcoFishMan

EcoFishMan fundar með hagsmunaaðilum í Kaupmannahöfn - 19.9.2011

Matís fer með stjórn í Evrópuverkefninu EcoFishMan, sem ætlað er að þróa nýa aðferðafræði sem nýtast mun við umbætur á fiskveiðistjórnunarkerfi Evrópusambandsins.

Atlantshaf/Atlantic Ocean

Ný sjónvarpsþáttaröð í bígerð - Taste the North Atlantic - 9.9.2011

Matís er þátttakandi í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem mun fjalla matarmenningu á Norður-Atlantshafssvæðinu og matreiðslu á afbragðs hráefni frá þessum heimshluta.

Nýr Norrænn Matur

Nýr norrænn matur - Þang og þari í matvæli - 9.9.2011

Í síðustu viku var haldinn fundur í Kaupmannahöfn um möguleika á nýtingu þangs og þara í mat, innan verkefnisins Nýr norrænn matur.  Matþörungar er vannýtt auðlind hér á norðurslóðum og miklir möguleikar í þróun nýrra matvæla úr þangi og þara.

Síða 1 af 2

Fréttir