Fréttasafn: janúar 2011

Fyrirsagnalisti

!!Matis_logo

Matís er með starfsemi um allt land - 28.1.2011

Frá upphafi hefur Matís byggst á neti starfsstöðva um allt land. Starfsstöðvar eru nú 9 talsins, að höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík meðtöldum og eru starfsmenn þeirra tengdir öllum fagsviðum fyrirtækisins. Nýjasta starfsstöðin er á Flúðum en hún var sett á fót í árslok 2010.

HACCP

Fræðslufundur MAST: Innra eftirlit matvælafyrirtækja - Matís býður upp á mjög öflug námskeið tengd þessu efni - 19.1.2011

Matvælastofnun heldur fræðslufund um innra eftirlit matvælafyrirtækja þriðjudaginn 25. janúar kl. 15-16. Á fundinum verður fjallað um góða starfshætti og þær kröfur sem gerðar eru til innra eftirlits matvælafyrirtækja.
www.kaeligatt.is

Ný upplýsingaveita hjá Matís - Kæligátt - 18.1.2011

Til að tryggja betri gæði og verðmætari vörur þarf að gæta að verklagi og umgengni um hráefni og vanda til við meðhöndlun, vinnslu og flutning fiskafurða. Kæling allt frá því að fiskur er dreginn úr sjó og á öllum stigum virðiskeðjunnar er lykilatriði til að viðhalda hámarksgæðum eins lengi og unnt er.

Merkingarspjald framhlið_MAST

Nákvæmari leiðbeiningar með vefforritinu www.hvaderimatnum.is - 11.1.2011

Þróun á vefforritinu "Hvað er í matnum - www.hvaderimatnum.is" er ekki lokið en vegna óska fjölmargra aðila er það nú þegar gert aðgengilegt á vefnum.

iStock_hvalur

Umhverfismengun á Íslandi – vöktun og rannsóknir - 11.1.2011

Fyrsta ráðstefna um umhverfismengun á Íslandi verður haldin í Reykjavík föstudaginn 25. febrúar 2011.

iStock_fishfarm

Matís sér um skyldleikagreiningar á sandhverfu í Suður-Kína - 11.1.2011

"Samstarf okkar hefur aðallega gengið út á að Matís hefur greint fyrir okkur skyldleika í hrygningarstofni af sandhverfu sem við erum með hér" segir Jóhannes Hermannsson sem stýrir fyrirtæki í Suður-Kína sem sérhæfir sig í sandhverfueldi.

iStock_Stem_Cell_large

Líftæknirannsóknir á Sauðárkróki - 6.1.2011

Á Sauðárkróki starfrækir Matís líftæknismiðju sem opnaði í lok árs 2008. Hún starfar í nánu samstarfi við matvælafyrirtækin í Skagafirði um aukna verðmætasköpun og nýtingu aukaafurða.


Fréttir