Fréttasafn: febrúar 2010

Fyrirsagnalisti

Logo Matís

Atlantshafsþorskur - hverjar eru próteinþarfir fyrir hámarksvöxt? - 27.2.2010

Nýlega birtust niðurstöður úr rannsókn sem sérfræðingar Matís ofl. stóðu að og var framkvæmd í þeim tilgangi að varpa ljósi á próteinþörf Atlantshafsþorsksins þannig að vöxtur hans yrði sem mestur.

Lund_university_logo

Áhrif söltunarferla á eiginleika saltfisks - 25.2.2010

Föstudaginn 19.2.2010, fór fram doktorsvörn við Háskólann í Lundi, Svíþjóð.  Þá varði Kristín Anna Þórarinsdóttir fagstjóri hjá Matís doktorsritgerð sína „The influence of salting procedures on the characteristics of heavy salted cod“.

Bunadarthing_2010_banner

Búnaðarþing 2010 - Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, flytur hátíðarræðu - 24.2.2010

Árlegt Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands hefst sunnudaginn 28. febrúar og stendur til miðvikudagsins 3. mars.

Logo Matís

Matvælamiðstöð Austurlands auglýsir eftir verkefnum - 23.2.2010

Á síðustu mánuðum hefur verið unnið að því að koma á fót aðstöðu fyrir Matvælamiðstöð Austurlands í húsakynnum Mjólkurstöðvarinnar en Matvælamiðstöðin var sett á laggirnar haustið 2009 en hún er samstarfsverkefni Matís, Þróunarfélags Austurlands, Fljótsdalshéraðs, Búnaðarfélags Austurlands og Auðhumlu.

Journal_Sensory_Studies_logo

Þrjár greinar frá vísindamönnum Matís birtar í sömu útgáfu vísindarits - 22.2.2010

Nú fyrir stuttu birtust greinar eftir vísindamenn Matís í Journal of Sensory Studies. Vert er að minnast á að í útgáfu þessara ritrýnda vísindarits eru hvorki fleiri né færri en þrjár greinar eftir vísindamenn Matís. Leiða má líkum að því að það sé einsdæmi að svo margar greinar komi frá sama fyrirtæki/stofnun í einni og sömu útgáfunni af ritrýndu fagriti.

Logo Rannís

Arctic Tilapia - 21.2.2010

Nú nýverið lauk verkefninu Arctic Tilapia sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði en að verkefninu komu Matís, Arctic Tilapia hf., Iceprotein hf. of Fisk-Seafood hf. Markmið verkefnisins var að þróa framleiðsluvörur sem gera eldi á hvítfisknum tilapia í lokaðri eldisstöð sem nýtir kælivatn frá stórri gufuafls virkjun hagkvæmt hérlendis.

Logo Matís

Fræðaþing landbúnaðarins 2010 18.–19. febrúar - Matís með mörg erindi - 17.2.2010

Fræðaþing landbúnaðarins verður haldið dagana 18.-19. febrúar 2010 í húsakynnum Hótel Sögu. Að venju býður Fræðaþingið upp á umfjöllun og miðlun á fjölbreyttu faglegu efni í mismunandi málstofum, en þessi vettvangur hefur í áranna rás þróast í að vera mikilvirkasta miðlunarleið fyrir niðurstöður fjölbreytts rannsókna- og þróunarstarfs í landbúnaði, auk þess sem á þinginu eru tekin til umfjöllunar ýmis málefni tengd atvinnugreininni sem eru ofarlega á baugi hverju sinni.

Chill-on

Margir þættir hafa áhrif á kælingarhraða bolfiski - 14.2.2010

Í verkefninu Kælibót hefur Matís unnið að umfangsmiklum tilraunum á sviði kælingar á bolfiski frá miðum á markað ásamt íslenskum samstarfsaðilum sem tengjast mismunandi hlekkjum keðjunnar, allt frá hráefnismeðhöndlun, vinnslu og flutningi til markaðar.

Húsavíkurhöfn

Sjávarútvegsráðstefnan ehf - 14.2.2010

Ákveðið hefur verið að setja á stofn félag til að halda ráðstefnur um mikilvæg viðfangsefni á sviði sjávarútvegs. Félagið á ekki að vera hagsmunasamtök einstakra hópa og á ekki að vinna að hagsmunagæslu, heldur tryggja uppbyggilega umræðu og vera hvetjandi til góðra verka.

Solvaafurdir

Alíslensk kryddlegin söl - 14.2.2010

AVS verkefninu Vöruþróun á kryddlegnum og maukuðum sölvum er nú lokið. Verkefnið snérist um að ljúka vöruþróun á framangreindri vöru.

Síða 1 af 2

Fréttir