Fréttasafn: janúar 2010

Fyrirsagnalisti

Logo Matís

Norræn skynmatsráðstefna - Matís skipuleggur - 28.1.2010

Matís skipuleggur ráðstefnu um skynmat 20. og 21. maí nk. Nánari upplýsingar um skráningu, kostnað ofl. má finna á ensku síðu Matís, www.matis.is/english

Franskar

Transfitusýrumagn í matvælum er mjög breytilegt - 27.1.2010

Á árunum 2008 og 2009 voru gerðar hjá Matís fitusýrugreiningar á 51 sýni af matvörum í þeim tilgangi að uppfæra gögn í ÍSGEM gagnagrunninum um efnainnihald matvæla. Verkefnið var unnið í samstarfi við Lýðheilsustöð og Matvælastofnun.

Logo_Kerecis

Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins fjárfestir í Kerecis ehf. - 21.1.2010

Kerecis ehf. fæst við rannsóknir, vöruþróun og framleiðslu á lækningavörum unnum úr fiskipróteinum. Vörur fyrirtækisins eru til notkunar á sjúkrahúsum til meðhöndlunar á vefjasköðum. Fyrirtækið nýtur góðs af samstarfi við Tækniþróunarsjóð, Matís og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða.

Logo Matís

Helmingur bæjarbúa á námskeiði! - 11.1.2010

Fyrir stuttu hélt Matís námskeið á Suðureyri fyrir fiskvinnsluna Íslandssögu og Klofning. Námskeiðið fór fram á 4 tungumálum og voru um 120 þátttakendur sem er hátt í helmingur af íbúafjölda Suðureyrar.

HI_vefur

Greiningartími styttur úr 3 dögum niður í 5 klst.! - 11.1.2010

Föstudaginn 15. janúar fer fram doktorsvörn við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Þá ver Eyjólfur Reynisson líffræðingur hjá Matís doktorsritgerð sína „Breytingar á örverusamfélögum í skemmdarferli fiskafurða. Sameindalíffræðileg rannsókn ásamt þróun hraðvirkra greiningarprófa á sérvirkum skemmdarörverum.“

EHI_logo

Merkingar matvæla - Þessum upplýsingum átt þú rétt á! - 6.1.2010

Fimmtudaginn 4. febrúar kl. 18-21 mun MNÍ (Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ)) ásamt Matís og MAST í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands halda námskeið um merkingar matvæla m.a. til að auka skilning á merkingum og á innihaldi matvæla.

Orverur_i_fiski

Samdægursvottun á öryggi matvæla - 5.1.2010

Þróaðar hafa verið hraðvirkar aðferðir til að greina bakteríumengun í matvælum. Nú er hægt að fá úr því skorið á örfáum klukkustundum hvort matvælin innihalda óæskilegar örverur, en það eykur til muna öryggi matvæla og biðtími eftir niðurstöðum örverugreininga styttist úr 2-6 dögum í minna en 24 klst.

HBP

Kettir lækka blóðþrýsting hjá eigendum sínum - geta fiskar gert það sama? - 4.1.2010

Komin er út Matís lokaskýrsla í verkefninu "Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstings-lækkandi peptíðum úr fiskpróteinum". 


Fréttir