Fréttasafn: febrúar 2009

Fyrirsagnalisti

matis

Hrönn Ólína Jörundsdóttir ver doktorsritgerð sína í umhverfisefnafræði - 25.2.2009

Starfsmaður Matís, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, varði doktorsritgerð sína “Útbreiðsla og breytingar í magni þrávirkrar lífrænnar mengunar í langvíueggjum frá Norðvestur Evrópu” (Temporal and spatial trends of organohalogens in guillemot (Uria aalge) in North Western Europe) þann 6. febrúar 2009 við Umhverfisefnafræðideild Stokkhólmsháskóla.

matis

Samantekt fyrri rannsókna á loðnuhrognum - skýrsla Matís - 25.2.2009

Út er komin ný skýrsla hjá Matís. Skýrslan er samantekt fyrri rannsókna á loðnuhrognum.
Logo_Marifunc

Málþing MARIFUNC á Íslandi 19. mars nk. - 19.2.2009

Þann 19. mars nk. á Hótel Hilton-Nordica mun 2. málþing MARIFUNC fara fram. Skipuleggjandi málþingsins er Matís.

Logo_Framadagar

Matís á Framadögum 2009 - 18.2.2009

Framadagar 2009 verða haldnir föstudaginn 20. febrúrar í húsakynnum Háskólabíós.
matis

Verkefnið "Bætibakteríur - hin hliðin" var eitt þeirra verkefna sem tilnefnt var til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands árið 2009 - 17.2.2009

Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2008 og var unnið af Hugrúnu Lísu Heimisdóttur, nemanda sem lokið hafði fyrsta ári í líftækni á auðlindasviði við Háskólann á Akureyri. Verkefni nemanda var hluti af stærra verkefni, “Bætibakteríur í lúðueldi”, sem unnið var í samstarfi Matís ohf., Háskólans á Akureyri, Fiskey hf og Háskólans á Hólum með styrk úr Tækniþróunarsjóði (2006-2008).
Þekkingarsetur Vestmannaeyja

Stefnumót atvinnulífs og Þekkingarseturs - Matís tekur þátt - 9.2.2009

Þekkingarsetur Vestmannaeyja býður fulltrúum atvinnulífsins og almenningi á opinn vinnufund þann 9.febrúar kl.17.00 í Alþýðuhúsinu.
matis

Fræðaþing landbúnaðarins 2009 - Matís með erindi og fleira - 2.2.2009

Fræðaþing landbúnaðarins 2009 fer fram dagana 12. og 13. febrúar nk. í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar (fyrri dagur, f.h.) og í ráðstefnusölum á 2. hæð Hótel Sögu.
matis

Frétt í Ægi - Af hverju borðar ungt fólk ekki meira af fiski? - 1.2.2009

Niðurstöður sem aflað var fyrir meistaraprófsritgerð Gunnþórunnar Einarsdóttur, starfsmanns Matís, á fiskneyslu ungs fólks voru fyrir stuttu birtar í tímaritinu Ægi.

Fréttir