Fréttasafn: desember 2008

Fyrirsagnalisti

EuroFIR logo

Matís tekur þátt í evrópska samstarfsverkefninu EuroFIR - 29.12.2008

Tilgangurinn með EuroFIR (European Food Information Resource) er að bæta gögn um efnisinnihald matvæla. Verkefnið miðar að því að leita leiða til að miðla upplýsingunum með gagnagrunnum og á netinu.
Kraftur logo

Matís sendir ekki út jólakort í pósti en styrkir Kraft - 29.12.2008

Líkt og undanfarin ár þá sendir Matís ekki út hefðbundin jólakort heldur eingöngu kort á rafrænu formi. Þess í stað styrkir Matís Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Matis-Prokaria_logo_4C

Matís fagnar góðum sölusamningi á ensímum - 22.12.2008

Starfsemi á sviði líftækni og lífvirkra efna hefur aukist til mikilla muna um allan heim.

matis

Okkar starfsemi - allra hagur! - 15.12.2008

Matís auglýsir eftir verkefnastjóra á svið fiskeldis á starfstöð fyrirtækisins á Ísafirði. Auglýsing þess efnis birtist í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og Bæjarins besta á Ísafirði.
Svidasulta_ofl

Allt að 80% vatn í sviðasultu - ÍSGEM kemur að góðum notum - 12.12.2008

Hlutfall vatns í sviðasultu sem hér til sölu er allt að 80% eftir því sem fram kemur í niðurstöðum mælinga Matís fyrir Neytendasamtökin. Súr sviðasulta er vatnsríkari en ný og reyndist vatnsinnihaldið ívið meira en áskilið er í ÍSGEM, gagnagrunni um efnainnihald matvæla(nánar um ÍSGEM).
matis

Meistaravörn í Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri - Matís styrkir verkefnið - 12.12.2008

Þriðjudaginn 16. desember heldur Guðbjörg Stella Árnadóttir meistaravörn sína á auðlindasviði. Vörnin fer fram kl. 13:00 og verður í stofu K201 á Sólborg.
Virðiskeðja gámafisks

Virðiskeðja gámafisks - 10.12.2008

Matís ohf. vinnur nú að rekjanleikaverkefni í samstarfi við innlend og erlend fyrirtæki sem koma að virðiskeðju gámafisks sem seldur er á uppboðsmörkuðunum í Hull og Grimsby.
Hornafjordur

Auglýst er eftir umsóknum í átaksverkefni um smáframleiðslu á matvælum - 8.12.2008

Atvinnumálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í átaksverkefni um smáframleiðslu á matvælum á Hornafirði. Um er að ræða stuðningsverkefni sem ætlað er einstaklingum og fyrirtækjum í Sveitarfélaginu Hornafirði sem vilja vinna að framleiðslu og þróun á matvælum í matvælasmiðju Matís á Hornafirði.
matis

Spennandi starfsvettvangur - frábær tækifæri - 7.12.2008

Matís auglýsir eftir nemendum á framhaldsstigi til að vinna lokaverkefni og einstök verkefni í samstarfi við fyrirtækið. Auglýsingu í Morgunblaðinu má finna hér.
Kerecis logo

Fréttatilkynning - Kerecis ehf. og Matís ohf. gera rammasamning um rannsóknir - 1.12.2008

Í fréttatilkynningu frá Kerecis ehf. og Matís ohf. sl. föstudag tilkynntu fyrirtækin um undirritun rammasamnings varðandi rannsóknir á próteinum úr fiski til meðhöndlunar á ýmsum læknisfræðilegum vefjavandamálum í mönnum.
Síða 1 af 2

Fréttir