Fréttasafn: október 2008

Fyrirsagnalisti

Surimi

Aukin verðmætasköpun úr vannýttu sjávarfangi. Umfjöllun í fréttablaðinu. - 30.10.2008

Matís og MPF Inc. skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning milli fyrirtækjanna. Samningurinn felur í sér að fyrirtækin vinni saman að sameiginlegum rannsóknum á þróun surimi úr vannýttum tegundum eins og kolmunna og loðnu. Grein um þetta birtist í Fréttablaðinu og má finna hér.
matis

Lyktina burt - 27.10.2008

Notkun ósons við þurrkun á fiski minnkar verulega lykt frá þurrkverksmiðjum, en hjá Matís er unnið að því að gera tilraunir með notkun ósons í samstarfi við Laugafisk á Akranesi.
matis

Næringargildi og öryggi byggs til manneldis - 23.10.2008

Matís ohf. og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa leitað leiða til að nýta íslenskt bygg til manneldis. Það er Framleiðnisjóður landbúnaðarins sem hefur styrkt þetta starf. Niðurstöðurnar verða kynntar á málþingi í húsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti 31. október nk.

Málþing vegna 10 ára afmæli sjávarútvegsskóla SÞ - 22.10.2008

Komdu og taktu þátt í ráðstefnu á vegum Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður á Hótel Loftleiðum, dagana 24. og 25. október.

Matvæladagur MNÍ: Matís með erindi - 21.10.2008

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands var haldin fimmtudaginn 16. október. 2008. Efni dagsins var Íslenskar matarhefðir og héraðskrásir. Á ráðstefnunni töluðu íslenskir fyrirlesarar og sænskur fyrirlesari frá Háskólanum í Örebro. Ráðstefnan stóð frá kl. 13:00-17:00 og var haldin í Iðnó. Ráðstefnustjóri var Gísli Einarsson fréttamaður. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Einar K. Guðfinnsson setti ráðstefnuna.

Matís rannsakar efnaform arsens í fiskimjöli og fóðurlýsi - 18.10.2008

Arsen er bæði vel þekkt eiturefni og krabbameinsvaldandi efni og er því efst á lista “Agency for Toxic Substances and Disease Registry” í Bandaríkjunum yfir hættuleg efni. Formgreining arsens í matvælum og öðrum lífrænum sýnum er mikilvæg vegna þess að upptaka (bioavailability) og eiturvirkni arsens er mjög háð því á hvaða efnaformi það er.

Matís með formennsku í European Sensory Network (ESN) - 17.10.2008

Emilía Martinsdóttir, deildarstjóri á Vinnslu- og vöruþróunarsviði er nú formaður í European Sensory Network (ESN) sem eru alþjóðleg samtók rannsóknastofnana og fyrirtækja á sviði skynmats og neytendarannsókna.

Efling staðbundinnar matvælaframleiðslu - 16.10.2008

Efling staðbundinna matvæla miðar að því að byggja upp staðbundið og sjálfbært matvælahagkerfi. Þetta felur í sér matvælaframleiðslu, vinnslu, dreifingu og neyslu. Talið er að þróun staðbundinna matvæla muni efla viðkomandi staði eða svæði efnahagslega, umhverfislega og félagslega. Þá gefa þau tækifæri á nánari tengingu milli framleiðenda og neytenda.

Sýnendur Íslensku Sjávarútvegssýningarinnar verðlaunaðir: Matís í samstarfi við verðlaunahafa - 14.10.2008

Sjávarútvegssýningin 2008 fór fram í Fífunni í Kópavogi 2.-4. október sl. Eins og venja er þá voru veitt verðlaun fyrir sýningarbása og voru þau verðlaun veitt á sérstakri sýningarhátíð sem haldin var 3. október í boði Eimskip og Landsbankans.

Sjávarútvegssýningin 2008: mikill áhugi á sýningarbás Matís - 13.10.2008

Sjávarútvegssýningin 2008 fór fram í Fífunni í Kópavogi 2.-4. október sl. Mjög mikil ásókn var að sýningunni og virðist sem hver sýning sé stærri en sú sem á undan kom. Matís tók þátt nú eins og síðast og var mikil umferð í bás fyrirtækisins. Hápunktarnir voru þegar Ísfélag Vestmannaeyja bauð upp á lifandi kúffisk 3. og 4. október og þegar Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsótti sýningarsvæði Matís.
Síða 1 af 2

Fréttir