Fréttasafn: september 2008

Fyrirsagnalisti

Matís þróar nýja aðferð til að fylgjast með mengun skemmdarbaktería í fiski - 30.9.2008

Nú nýverið birtist grein í Journal of Environmental Monitoring þar sem fjallað er um niðurstöður rannsóknar vísindamanna hjá Matís. Tilgangur rannsóknarinnar var að þróa aðferð sem gæti komið að liði við innra gæðaeftirlit í fiskvinnslu og tól til ákvörðunartöku við vinnslu hráefnis af mismunandi gæðum.

Landgengar eldiskvíar gætu aukið þekkingu - 26.9.2008

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Matís ohf. sátu fund með sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í síðustu viku um áframhaldandi uppbyggingu á rannsóknaraðstöðu fyrir þorskeldi á Vestfjörðum. Kynnt var fyrir nefndinni vilji fyrir því að sveitarfélög og aðilar kæmu meira að uppbyggingu á rannsóknaraðstöðu til þorskeldis.

Mastersvörn í matvælafræði við HÍ - 25.9.2008

Mastersvörn í matvælafræði verður haldin í dag, föstudaginn 26. september, við Háskóla Íslands í stofu 158, í VR II og hefst kl 15.30. Kristberg Kristbergsson prófessor mun kynna og stjórna vörninni.

Matís tekur þátt í Vísindavöku 2008 - 24.9.2008

Má bjóða þér sláturtertu og rabarbarakaramellu?

Stefnumót hönnuða og bænda.
Nemendur og kennarar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands hafa unnið í samstarfi við Matís ohf og landsliðskokkanna Gunnar Karl Grétarsson og Örvar Birgisson unnið að þróun nýrra afurða fyrir íslenska bændur.

Lífvirk bragðefni unnin úr íslensku sjávarfangi - 24.9.2008

Á Matís er að hefjast vinna við verkefni sem ber heitið: “Lífvirk bragðefni unnin úr íslensku sjávarfangi”. Verkefnið er styrkt af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi til þriggja ára og verður unnið með fyrirtækinu Norðurbragði ehf. sem er stærsti framleiðandi bragðefna úr sjávarfangi á Íslandi.

Klasaverkefnið "Næring í nýsköpun": Matís tekur þátt í opnum kynningarfundi - 14.9.2008

Markáætlunarumsókn til RANNÍS, um rannsóknaklasann Næring í nýsköpun, er núna í undirbúningi. Kynning á undirbúningsvinnunni fer fram þriðjudaginn 16. september kl. 15–16 í Grand Hótel, fundarsal Gullteig B, þar sem fundargestir geta kynnt sér verkefnið og rætt tækifæri og samstarf. Meðal þeirra sem kynna viðfangsefni er Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri vinnslu- og vöruþróunarsviðs Matís.

Matís stendur fyrir ráðstefnu: Kjarn- og rafeindaspunarannsóknir í matvælaiðnaði - 11.9.2008

Ráðstefnan 9th International Conference on the Application of Magnetic Resonance in Food Science verður haldin í Norræna húsinu í Reykjavík dagana 15.-17 september næstkomandi á vegum Matís ohf.

Dregur mjög úr magni trans-fitusýra - nákvæmum fitusýrugreiningum lokið á Matís - 10.9.2008

Hjá Matís ohf hefur verið lokið við nákvæmar fitusýrugreiningar á 30 sýnum af matvælum á íslenskum markaði til samanburðar við eldri niðurstöður, en stór rannsókn var gerð á fitusýrum í öllum flokkum matvæla á íslenskum markaði árið 1995. Niðurstöðurnar nú sýna að hlutfall trans-fitusýra fyrir nær öll matvælin er lægra en áður var, en þó greindist talsvert af trans-fitusýrum í nokkrum sýnum af ákveðnum vörum. Í næringarráðleggingum er mælt með því að fólk borði eins lítið af trans-fitusýrum úr iðnaðarhráefni og hægt er. Einnig er mælt með því að takmarka neyslu á mettuðum fitusýrum. Með þessu móti er hægt að draga úr líkum á hjartasjúkdómum.

Ferskleikamat á fiski á nokkrum sekúndum - kynning hjá Matís á nýjum tækjabúnaði - 9.9.2008

Kynning verður á nýjum tækjabúnaði sem framkvæmir ferskleikamat á fiski, í húsakynnum Matís að Borgartúni 21 kl. 10:00, föstudaginn 12. september. Sequid nefnist tækið en með því má mæla hvort fiskurinn hafi verið frystur einu sinni eða tvisvar, og eins hvort hann er í raun ferskur eða þiðinn, og fá hlutlaust mat á gæðum hráefnisins á fáeinum sekúndum.

QALIBRA-fundur í Reykjavík; Evrópuverkefni undir stjórn Matís ohf. - 8.9.2008

Dagana 3. og 4. september var haldinn verkefnafundur í Evrópuverkefninu QALIBRA í Reykjavík.

QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Web-based tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er heiti Evrópuverkefnis, sem heyrir undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. Rannsóknaráætlun ESB. Um að ræða þriggja og hálfs árs verkefni sem Matís ohf stýrir.  Verkefnistjóri er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís.

Síða 1 af 2

Fréttir