Fréttasafn: júní 2008 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Sæbjúgu

Brjósksykrur og lífvirk efni úr sæbjúgum - 5.6.2008

Á Matís er nú að hefjast vinna við verkefni sem ber heitið: ” Brjósksykrur og lífvirk efni úr sæbjúgum” og var ræsfundur í verkefninu haldinn í morgun. Verkefnið mun ganga út á þróun á vinnsluferli lífvirkra efna úr sæbjúgum, allt frá vinnslu chondroitin sulfats úr sæbjúgum til framleiðslu og hreinsunar á chondroitin sulfat fásykrum sem unnar eru með sérvirkum sykursundrandi ensímum.

Framtíðarhúsnæði Matís í Vatnsmýrinni

Framtíðarhúsnæði Matís í Vatnsmýrinni - 4.6.2008

Í gær, 3. júní, var samþykkt á stjórnarfundi Matís að ganga til samninga við Háskólann í Reykjavík (H.R.) um framtíðarhúsnæði fyrirtækisins. Lóðin, sem hið nýja húsnæði mun rísa á, stendur vestan við nýbyggingu Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót í jaðri Öskjuhlíðar. Einnig buðu Vísindagarðar Háskóla Íslands ehf og S8 ehf húsnæði til leigu, en framangreind niðurstaða varð úr þar eð tilboð H.R. var hagstæðast þeirra tilboða er bárust.

Prótein í frárennsli

Miklum verðmætum skolað burt með frárennslisvatni í fiskvinnslu. - 3.6.2008

Í Viðskiptablaðinu í dag er sagt frá aðferð sem Matís, í samvinnu við Brim hf., hefur þróað til að safna fiskholdi sem kemur frá vinnslulínum í bolfiski. Aðferðin er afrakstur þriggja ára verkefnis á Matís sem nefnist “Fiskprótein í frárennsli.”
Bjarni Jónasson

Meistaravörn við HA í dag - 2.6.2008

Mánudaginn 2. júní heldur Bjarni Jónasson meistaravörn sína á sviði fiskeldis. Vörnin fer fram kl. 10:00 og verður í stofu K109 á Sólborg. Verkefni Bjarna heitir “Replacing fish oil in Arctic charr diets. Effect on growth, feed
utilization and product quality” og var hluti af stærra verkefni, “Plöntuhráefni í
bleikjufóðri í stað fiskimjöls og lýsis” sem styrkt var af AVS sjóðnum.

Síða 2 af 2

Fréttir