Fréttasafn: apríl 2008

Fyrirsagnalisti

Þorleifur Ágústsson með nýju neðansjávarmyndavélina

Nýr búnaður til neðansjávarmyndatöku hjá Matís á Ísafirði - 25.4.2008

Unnið hefur verið að því að bæta tækjabúnað hjá Matís á Ísafirði. Á Vestfjörðum er mikil áhersla lögð á fiskeldi, einkum þorskeldi í sjó og þar stundar Matís öflugt rannsóknar- og þróunarstaf í góðu samstarfi við fyrirtæki á svæðinu.

Þátttakendur á Vorráðstefnu Matís & MAST 16. apríl 2008

Ráðstefnan Matur, öryggi og heilsa: Erindin komin á vefinn - 22.4.2008

Eins og sagt var frá hér í síðustu viku héldu Matís og Matvælastofnun (MAST) sameiginlega á Hótel Hilton Nordica þ. 16. apríl.
Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir og nú eru glærurnar frá þeim öllum aðgengilegar hér á vef Matís.

Soffía Gústafsdóttir talar á Málþingi um matarferðamennsku

Ísafjörður - Málþing um matartengda ferðaþjónustu - 21.4.2008

Laugardaginn 19. apríl var haldið á Ísafirði málþing um matartengda ferðaþjónustu. Markmiðið með málþinginu var að ræða leiðir til að þróa matarferðamennsku á Vestfjörðum sem skilar sér í auknum fjölda ferðamanna til svæðisins og notkun á staðbundnu hráefni.

Vorfundur Matís og MAST 16. apríl 2008

Fjölsótt ráðstefna Matís og Matvælastofnunar - 16.4.2008

Fjölmenni var á ráðstefnunni Matur, öryggi og heilsa, sameiginlegri ráðstefnu Matís og Matvælastofnunar (MAST), sem fram fór á Hótel Hilton Nordica í dag, 16. apríl. Talið er að hátt í 200 hafi verið á ráðstefnunni þegar mest var.

Mynd með próteinfrétt 11 apríl 08

Fiskprótein gegn offitu? - 11.4.2008

Mjólkur- og sojaprótein hafa lengi verið notuð með góðum árangri í matvælaiðnaði. Vaxandi markaður er fyrir prótein, og veltir hann milljörðum Bandaríkjadala árlega á heimsvísu. Algengustu prótein sem notuð eru í matvælaiðnaði eru bæði unnin úr dýra- og jurtaríkinu. Lengi hefur verið vitað að í fiski er að finna gæðaprótein, en af ýmsum ástæðum hefur reynst erfiðara að nýta þau sem íblöndunarefni í matvæli heldur en fyrrgreindu próteinin. Nýjar rannsóknir Matís kunna e.t.v. að breyta því.

Mynd af girnilegum matardisk

Ráðstefnan Matur, öryggi og heilsa 16. apríl. - 7.4.2008

Matur, öryggi og heilsa, er yfirskrift sameiginlegrar ráðstefnu á vegum Matís og Matvælastofnunar (MAST), sem fram fer á Hótel Hilton Nordica þann 16. apríl n.k. Á ráðstefnunni, sem mun standa frá 12:30 til 16:30, verður m.a. leitast við að svara spurningum á borð við hvers vegna rekjanleiki matvæla verður sífellt mikilvægari, hvað felst í staðbundinni matvælaframleiðslu, hverjar eru helstu hætturnar tengdar matarsjúkdómum og hvað ný matvælalöggjöf Evrópusambandsins þýðir fyrir Ísland.

Margret_Geirsdottir

Matísskýrsla um nýtingu kolmunna í markfæði - 1.4.2008

Komin er út skýrsla Matís sem hefur að geyma niðurstöður úr verkefninu Kolmunni sem markfæði sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (nú Matís) vann að í samstarfi við Háskóla Íslands og Flórídaháskóla. Í verkefninu, sem var styrkt af Rannís, var rannsakað hvort vinna megi gæðaprótein úr fiski, sem nýta má á sama hátt í matvælaiðnaði og mjólkur- og sojaprótein.


Fréttir