Fréttasafn: mars 2008

Fyrirsagnalisti

matra_annadefni

Samstarfssamningur milli Matís og Matvælastofnunar undirritaður - 31.3.2008

Þann 27.mars sl. var undirritaður samstarfssamningur um framkvæmd prófana og öryggisþjónustu af hálfu Matís fyrir Matvælastofnun.
Þorskur

Ensímmeðhöndlun á lifur fyrir niðursuðu lofar góðu - 18.3.2008

Á Matís er nú í gangi forverkefni um ensímmeðhöndlun á lifur fyrir niðursuðu í samstarfi við niðursuðuverksmiðjuna Ice-W ehf í Grindavík. Markmið verkefnisins er að auka arðsemi við niðursuðu á lifur með því að lækka framleiðslukostnað og auka gæði afurða.

Fréttamynd: Fundur Neytendastofu 14. mars 2008

Nýr vefur helgaður neytendum opnaður - 14.3.2008

Á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í morgun, 14. mars, opnaði Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra vefgáttina Leiðakerfi neytenda, en það er sameiginleg vefgátt fyrir allar tegundir neytendamála, óháð því hvaða aðili fer með málin. Vefgáttin var opnuð í tilefni af því að laugardagurinn 15. mars er alþjóðlegur dagur neytenda.

Fishnose

Grein um FISHNOSE-verkefnið í Food Chemistry - 13.3.2008

Nýlega birtist grein í tímaritinu Food Chemistry um niðurstöður úr ESB-verkefninu “Fishnose”. Höfundar greinarinnar eru Rósa Jónsdóttir, starfsmaður Matís, Guðrún Ólafsdóttir, Erik Chanie og John-Erik Haugen.

Úrval fiskrétta.

Matís og H.Í. auglýsa námskeið fyrir doktorsnemendur í ágúst - 12.3.2008

Dagana 17. til 24. ágúst 2008 verður haldið námskeið sem nefnist Samspil skynmats, neytenda- og markaðsþátta í vöruþróun (Integrating sensory, consumer and marketing factors in product design). Námskeiðið verður haldið í Reykjavík.

fiskur á pönnu

ÍSGEM í endurnýjun lífdaga - 10.3.2008

Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) er gagnagrunnur sem geymir bæði upplýsingar um efnainnihald matvæla á íslenskum markaði og útflutt matvæli og hráefni. Gagnagrunnurinn er vistaður á vef Matís og nú stendur til að betrumbæta hann.

Eldisþorskur.

DNA örflögutækni notuð við tegundagreiningu á fiski - 6.3.2008

Niðurstöður fjölþjóðlegrar rannsóknar á því hvort nota megi DNA örflögutækni við tegundagreiningu á fiski hafa nú verið birtar í tímaritinu Marine Biotechnology. Höfundar greinarinnar eru m.a. Dr. Sigríður Hjörleifsdóttir, Dr. Guðmundur Óli Hreggviðsson og Dr. Viggó Marteinsson, sem öll eru starfsmenn Matís.

Nemendahópur veturinn 2007-08

Útskrift Sjávarútvegsskóla Háskóla S.þ. - 5.3.2008

Föstudaginn 29. febrúar luku 23 nemendur námi sínu frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, og er þetta 9. árgangurinn sem hefur lokið sex mánaða námi við skólann.

vinnsla

Fljótlegar gæðamælingar við matvælavinnslu - 3.3.2008

Á Vinnslu- og vöruþróunarsviði Matís er unnið að verkefni sem hefur það að markmiði að bæta ferlastýringu í matvælum. Því verður náð með því að rannsaka nýjar fljótlegar mæliaðferðir á gæðavísum matvæla og hanna matvinnsluferla sem notfæra sér þessar aðferðir.


Fréttir