Fréttasafn: febrúar 2008

Fyrirsagnalisti

Nordic Sensory Identity logo

Áhugaverð ráðstefna: The Nordic Sensory Identity - 28.2.2008

Dagana 28.-30. maí verður haldin ráðstefna í Gautaborg um það helsta sem er á baugi í skynmati og um hvernig rannsóknir og tækni á þessu sviði geti gagnast matvælaiðnaði. Ráðstefnan er ætluð bæði þeim sem stunda rannsóknir sem og þeim sem starfa í iðnaðinum. Vakin er athygli á að þeir sem vilja nýta sér afsláttarkjör þurfa að skrá sig fyrir 3. mars, en þá hækkar skráningargjaldið.

Sasan Rabieh við nýja tækið á Matís

Nýr búnaður hraðar greiningum á ólífrænum snefilefnum - 25.2.2008

Efnarannsóknadeild Matís hefur tekið í notkun nýtt tæki til að undirbúa sýni til mælinga á ólífrænum snefilefnum eins og blýi, kvikasilfri, járni og kopar. Í tækinu er örbylgjum og þrýstingi beitt til að leysa sýnin fullkomlega upp í sýru. Með þessu móti er hægt að undirbúa sýnin á fáeinum mínútum í stað 12 klukkustunda í eldri búnaði Matís. Búnaðurinn er notaður bæði fyrir sýni frá viðskiptavinum og fyrir rannsóknaverkefni Matís.

Wang Tao

Andoxunarefni í þörungum - 21.2.2008

Á Líftæknisviði Matís eru vísindamenn m.a. að rannsaka hvort nýta megi þráahindrandi efni úr þörungum sem íböndunarefni í ýmsar heilsuvörur og markfæði sem er ört stækkandi markaður.

norrann-matur

Það besta frá Norðurlöndunum í Reykjavík í næstu viku! - 14.2.2008

Dagana 17.–24. febrúar verður haldin matarhátíð í Norræna húsinu í Reykjavík. Hátíðin ber yfirskriftina Ný norræn matarhátíð og þar kemur Matís nokkuð við sögu.

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, fjallar um kosti FisHmark.

Hugbúnaður sem stuðlar að bættri afkomu fiskveiða og fiskvinnslu - 14.2.2008

FisHmark er íslenskur hugbúnaður fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem leggur til hagkvæmasta fyrirkomulagið að veiðum og vinnslu á fiski, getur aukið virði sjávarfangs og um leið stuðlað að auknum hagnaði fyrirtækja. Frumgerð að búnaðinum er tilbúin og stefnt er að því að sjávarútvegsfyrirtæki geti tekið hann í notkun á næsta ári. Búnaðurinn var kynntur á blaðamannafundi í dag, 14. febrúar.
Fiskveiðar.

Rýrnun á fiski í gámum lítil - 13.2.2008

„Í rannsóknum okkar á rýrnun á fiski í gámum hafa komið fram fremur lágar tölur. Langt undir 10%. Þegar þessi útflutningur var hvað mestur 1986, mældum við þetta í nokkrum tilfellum. Þá kom í ljós að rýrnun í þorski var 1 til 2%. Síðan var gerð mun ítarlegri tilraun fyrir um einu og hálfu ári. Þá fluttum við fiskinn ekki út, en líktum eftir slíkum innflutningi á rannsóknastofu okkar. Þá kom í ljós að þetta var um 2 til 4% í þorski og eitthvað aðeins minna í ufsa,“ segir Sigurjón Arason, verkefnastjóri hjá Matís í samtali við Morgunblaðið, 13. febrúar.
Frá skynmati hjá Matís

Matís með formennsku í European Sensory Network - 12.2.2008

Emilía Martinsdóttir, deildarstjóri á Vinnslu- og vöruþróunarsviði Matís, tók í byrjun árs við formennsku í European Sensory Network (ESN) sem eru alþjóðleg samtók rannsóknastofnana og fyrirtækja á sviði skynmats og neytendarannsókna. Emilía mun gegna formennsku næstu tvö árin.

Brauð

Hollara brauð með byggi - 9.2.2008

Hægt er að auka hollustu brauðvara með því að nota að hluta til bygg í staðinn fyrir hveiti, að því er fram kemur í rannsókn Matís (Matvælarannsóknir Íslands) og Landbúnaðarháskóla Íslands. Í byggi eru trefjaefni sem geta lækkað kólestról í blóði og haft dempandi áhrif á blóðsykur.
matis

Aukið virði sjávarfangs: FisHmark-hugbúnaður - 6.2.2008

Þann 14. febrúar n.k. verður kynnt til sögunnar frumgerð hugbúnaðar, FisHmark, sem gerir stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja mögulegt að framkvæma nákvæmari áætlanagerð í fiskveiðum. AVS hefur styrkt verkefnið. Fundurinn, sem fer fram á 2. hæð á Radisson Saga Hótel, hefst klukkan 13:30.
Öskudagur 2008

Öskudagurinn á Matís - 6.2.2008

Landsmenn hafa væntanlega ekki varhluta af því að í dag er Öskudagurinn og yngri kynslóðin á ferli í alls kyns múnderingum. Nokkrir hópar hafa litið inn hjá Matís í Borgartúni 21 og sungið, sumir m.a.s. á dönsku! Við fengum að smella myndum af þessum kátu gestum.

Síða 1 af 2

Fréttir