Fréttasafn: janúar 2008

Fyrirsagnalisti

Sveinn Margeirsson

Ekki sama hvenær og hvar fiskur er veiddur - 30.1.2008

Nú er unnið að því að kortleggja hvernig best sé að haga veiðum með tilliti til vinnslu. Hvernig hámarka megi afrakstur bæði útgerðar og fiskvinnslu með því að nýta upplýsingar um gæði fisks eftir veiðisvæðum og árstíma og beina sókninni eftir því. Þannig fæst betra hráefni til vinnslunnar, sem leiðir svo til arðbærari vinnslu og betri og dýrari afurða. Það er alls ekki sama hvar og hvenær fiskurinn er veiddur, segir í Morgunblaðinu um doktorsverkefni Sveins Margeirssonar.
Framadagar

Matís á Framadögum - 25.1.2008

Matís verður með kynningu á starfsemi sinni og verkefnum fyrirtæksins á Framadögum í Háskólabíói næsta föstudag, þann fyrsta 1. febrúar. Markmið með Framadögum er að auka samskipti milli atvinnulífsins og menntasamfélagsins og kynna háskólanemum hin fjöldamörgu tækifæri sem felst í námi þeirra.
Katrin I Jakobsen, Bitland, Ólavur Gregersen, framkvæmdastjóri Bitland, Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, og Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri Matís.

Matís býður þjónustu sína víðar í Norður-Evrópu - 22.1.2008

Matvælarannsóknir Íslands (Matís) hafa gert samstarfssamning við nýsköpunarfyrirtækið Bitland Enterprises (BE) sem gerir Matís mögulegt að bjóða þjónustu og ráðgjöf sína á fleiri stöðum í Norður-Evrópu en áður. Má þar nefna samstarf við fyrirtæki í matvælaiðnaði og samstarfsverkefni í gegnum rannsóknasjóði í Evrópu.
Hardfisksauglysing

Próteinbombur: Harðfisksskýrsla Matís notuð í auglýsingu - 20.1.2008

Harðfisksframleiðandinn Gullfiskur beitti nýstárlegu bragði í auglýsingu í fjölmiðlum þegar fyrirtækið vísaði í skýrslu Matís um hollustu harðfisks. Í auglýsingunni, sem er undir heitinu Próteinbombur, segir að samkvæmt nýrri skýrslu Matís sé harðfiskur enn hollari en talið var.

Sveinn Margeirsson

Starfsmaður Matís ver doktorsverkefni sitt - 15.1.2008

Sveinn Margeirsson, deildarstjóri hjá Matís, varði doktorsverkefni sitt við verkfræðideild Háskóla Íslands á föstudaginn, 18. janúar. Verkefnið, sem nefnist Vinnsluspá þorskafla, fjallar um hvernig hægt er að hámarka afrakstur fiskveiða.
Drykkjarvatn

Hreint og gott drykkjarvatn: Námskeið - 11.1.2008

NMKL (Nordisk Metodikkomité for Næringsmidler) bíður nú námskeið í skynmati á drykkjarvatni hjá Matís við Skúlagötu þann 12. febrúar. Námskeiðið byggir á nýrri og viðurkenndri skynmatsaðferð norrænnar nefndar um greiningu matvæla (NMKL). Aðferðin er ein af fyrstu skynmatsaðferðunum sem hefur verið sannprófuð á milli rannsóknastofa og gefur hlutlægar og endurtakanlegar niðurstöður þegar hún er framkvæmd rétt. Fram að þessu hefur skynmat á vatni ekki verið samræmt á milli rannsóknastofa.

matis

Atvinna á Höfn: Sérfræðingur í vöruþróun - 9.1.2008

Matís auglýsir eftir sérfræðingi í vöruþróun á starfsstöðina á Höfn sem er ætlað að því að efla matarferðamennsku á Suðausturlandi. Æskilegt er að viðkomandi starfsmaður búi á svæðinu.
Námskeið í Mósambík

Matís í Mósambík: Fjölda íbúa tryggt öruggt neysluvatn - 8.1.2008

Eftirlitsstofnun í sjávarútvegi í Mósambík getur nú tryggt íbúum þriggja borga öruggt neysluvatn og eflt gæðaeftirlit í matvælaframleiðslu að loknu námskeiði Matís í örverumælingum þar í landi.
Úr verslun.

Hugsandi fólk borðar hollt - 4.1.2008

Hugsandi fólk framtíðarinnar borðar hollt, reykir ekki og er vel borgandi, að því er fram kemur í viðtali við Ragnar Jóhannsson, sviðstjóra hjá Matís, í Morgunblaðinu. Hann segir að hér fari sístækkandi markaður, sem vert væri að gera út á.
Matarferðamennska

Matarferðamennska verði efld - 3.1.2008

Matís vill efla matarferðamennsku á Suðausturlandi og óskar fyrirtækið eftir samstarfi við áhugasama aðila á svæðinu sem búa yfir góðri hugmynd að staðbundinni matvöru. Guðmundur H. Gunnarsson, verkefnastjóri Matís á Höfn, segir að markmiðið með verkefninu sé að efla atvinnulíf og auka framlegð með frekari vinnslu staðbundinna afurða á svæðinu.
Síða 1 af 2

Fréttir