Fréttasafn: desember 2007

Fyrirsagnalisti

Síldarvinnsla í Neskaupsstað.

Síld: Geymsla í 20 gráðu frosti hefur áhrif gæði - 27.12.2007

“Aðlástæðan fyrir gæðavandamálum í síld er hátt innihald efnasambanda sem stuðla að þránun og hafa áhrif á lit- og áferðarbreytingar, ásamt tapi næringarefna," segir í skýrslu Matís um hvernig hægt er að bæta gæði síldar til neyslu. Þá segir að betri gæði leiða af sér aukna samkeppni í framleiðslu síldar á Norðurlöndum, ásamt jákvæðu viðhorfi neytenda gagnvart síldarafurðum.
Eldisþorskur.

Hægt að lækka fóðurverð fyrir eldisþorsk um 30% - 18.12.2007

Hægt er að lækka fóðurverð fyrir eldisþorsk um allt að því 30% og lækka þar með framleiðslukostnað um 15% með því að draga úr próteinnotkun og auka fitu. Þá er hægt að lækka fóðurkostnað því að nota ódýrara fiskimjöl og hráefni úr jurtaríkinu í fóðrið, aðallega hjá stærri fiski, að því er fram kemur í rannsókn á þróun sjófiskafóðurs.
Starfsmenn Matís á Sri Lanka

Starfsmenn Matís vinna verkefni á Sri Lanka - 11.12.2007

Starfsmenn Matís hafa lokið við gerð skýrslu um vatn og ís í fiskvinnslu á Sri Lanka. Þeir hafa haft umsjón með rannsóknum á þessu sviði undanfarin eitt og hálft ár og önnuðust lokaniðurstöður skýrslurnnar.
Sjalfbaerni

Vill fólk borða stressaðan eldisfisk? - 10.12.2007

Neytendum finnst stressaður eldisfiskur álíka góður og óstressaður. Þó virðist ábatasamt fyrir framleiðendur að mæta auknum kröfum um velferð dýra, segir í umfjöllun Morgunblaðsins um erindi Emilíu Martinsdóttur á haustráðstefnu Matís. Þar segir að velferð dýra og umhverfisvæn matvælaframleiðsla hafi í auknum mæli vakið áhuga almennings á sama tíma og áhersla hafi verið lögð á að koma á reglugerðum um fiskeldi.

Skrifstofa Matís flytur í Borgartún 21 - 6.12.2007

Skrifstofa Matís er flutt á 2. hæð í Borgartúni 21 (Höfðaborg). Móttaka sýna verður hins vegar áfram í Skúlagötu 4. Aðalnúmer Matís er 422 5000 og þar er hægt að fá samband við skrifstofu eða upplýsingar um móttöku sýna. Faxnúmer í Borgartúni 422 5003. Faxnúmer á Skúlagötu er 422 5001.

Fréttir