Fréttasafn: nóvember 2007

Fyrirsagnalisti

Matís og SINTEF: Aukið alþjóðlegt samstarf - 29.11.2007

SINTEFMatís (Matvælarannsóknir Íslands) og norska rannsóknafyrirtækið SINTEF hafa gert með sér samkomulag sem hefur það að markmiði að efla rannsóknir, þróun og virði í sjávarútvegi og matvælaiðnaði á Íslandi og í Noregi. Samkomulagið gerir Matís kleift að taka þátt í rannsóknaverkefnum í samstarfi við SINTEF og norsk fyrirtæki í fiskeldi og matvælarannsóknum. Þá mun samkomulagið auka möguleika Matís á því að kynna starfsemi sína á erlendum vettvangi og taka þátt í fleiri alþjóðlegum og samevrópskum rannsóknaverkefnum.

Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ.

Myndir frá undirritun samkomulags Matís og HÍ - 29.11.2007

Matís og Háskóli Íslands skrifuðu undir samkomulag á dögunum um að vinna náið að því að stórefla rannsóknir og menntun í matvælafræðum, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggi. Í samkomulaginu er ennfremur stefnt að því að fjölga verulega nemendum í grunn- og framhaldsnámi í þessum greinum við Háskóla Íslands. Hægt er að skoða myndir frá undirritun samkomulagsins þegar smellt er á LESA MEIRA.

Sérfræðistarfið verður á Ísafirði - 27.11.2007

Starfsstöð Matís á ÍsafirðiVegna fréttar bæjarins besta á Ísafirði um að sérfræðistarf hjá Matís á Vestfjörðum verði flutt til höfuðborgarsvæðisins vill fyrirtækið koma því á framfæri að aldrei hafi staðið annað til en að stöðugildið verði áfram á Vestfjörðum. Einn núverandi starfsmanna Matís á Ísafirði flytur sig um set um áramót. Unnið er að því að finna annan starfsmann, sem er búsettur á Vestfjörðum, í hans stað. Nú eru fjögur stöðugildi hjá Matís á Vestfjörðum og hefur þeim fjölgað á síðustu misserum.

Nýr starfsmaður á Ísafirði - 27.11.2007

Matis_Logo_4CCecilia Elizabeth Garate Ojeda hefur tekið við starfi sérfræðings hjá Matís á Ísafirði. Ceclia, sem er frá Perú, lauk BCs í iðnarverkfræði frá Universidad Nacional de San Agustin Arequipa í Perú árið 2000 og svo MBA námi frá Industrial Business School í Madríd á Spáni árið 2006.

Stórefldar rannsóknir og aukin menntun í matvælafræðum - 23.11.2007

Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís.Háskóli Íslands og Matís (Matvælarannsóknir Íslands) hafa ákveðið að vinna náið að því að stórefla rannsóknir og menntun í matvælafræðum, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggi. Stefnt er að því að fjölga verulega nemendum í grunn- og framhaldsnámi í þessum greinum við Háskóla Íslands samkvæmt samstarfssamningi sem HÍ og Matís hafa undirritað.
matis_grandhotel_151107_18

Enn meira af Matís ráðstefnunni - 20.11.2007

Rúmlega 160 manns fylltu Gullteig salinn á Grand Hótel á fimmtudaginn var þegar ráðstefna Matís, Matur og framtíð, var haldin, í fyrsta skipti. Í sal fyrir utan ráðstefnuna var svo hægt að kynnast matarhönnun og nýsköpun í matvælaiðnaði, eins og fjallakonfekti, blóðbergsdrykkjum og eldisfiskum. Ennfremur gafst gestum tækifæri á því að bragða á harðfiski frá Gullfiski.

Heilsufullyrðingar: Númer vinninga - 19.11.2007

matisBúið er að draga út vinningsnúmer úr hópi þeirra sem tóku þátt í heilsufullyrðingakönnun Matís. Glæsilegir vinningar eru í boði frá Mjólkursamsölunni. Sjá númer vinningshafa hér.

Ráðherra skálar í blóðbergsdrykk og smakkar á fjallakonfekti - 15.11.2007

Ráðherra gæðir sér á fjallakonfekti.Einar K. Guðfinnsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skálaði í bóðbergsdrykk og gæddi sér á fjallakonfekti, sem var í boði í upphafi ráðstefnu Matís, Matur og framtíð, í dag. Á ráðstefnunni er leitast við að svara spurningum á borð við hvers vegna grænmeti sé hollt, hvort þorskeldi eigi framtíð fyrir sér á Íslandi, hvers vegna fólk vill ekki stressaðan eldisfisk og hvort fólk viti yfirhöfuð hvaðan maturinn þeirra kemur.

Innlent grænmeti yfirleitt ferskara og af meiri gæðum - 14.11.2007

Ólafur Reykdal, Matís.Innlent grænmeti er yfirleitt ferskara og af meiri gæðum en það innflutta. Næringargildið er svipað en minna er um varnarefni í því innlenda, segir Ólafur Reykdal verkefnastjóri hjá Matís í samtali við 24 stundir. "Það er mjög stutt frá haga til maga," segir Ólafur

Haustráðsefna Matís verður á fimmtudag - 12.11.2007

matis

Matur og framtíð, haustráðstefna Matís, fer fram á Grand Hótel þann 15. nóvember 2007. Á ráðstefnunni, sem er frá 12:30 til 16:30, verður leitast við að svara spurningum á borð við hvers vegna grænmeti sé hollt, hvort þorskeldi eigi framtíð fyrir sér á Íslandi, hvers vegna fólk vill ekki stressaðan eldisfisk og hvort fólk viti yfirhöfuð hvaðan maturinn þeirra kemur.

Síða 1 af 2

Fréttir