Fréttasafn: október 2007

Fyrirsagnalisti

IMG_0376

Rafrænar upplýsingar um matvöru til neytenda - 23.10.2007

Ýmsir telja að rafrænar merkingar muni leysa hefðbundin strikamerki af hólmi á næstu árum. Matís hefur sl. ár tekið þátt í þróunarverkefni sem miðar að því að merkja fiskiker með rafrænum hætti. Slíkar merkingar munu gefa aukna möguleika á hagnýtingu rekjanleika og m.a. gera fyrirtækjum kleift að senda rafrænar upplýsingar til kaupenda um það hvar afurðin er veidd, hvar hún hefur verið verkuð og hvaða leið hún hefur farið á markað.
LOKS

Gæðaúttekt á Matís - 19.10.2007

Í vikunni fór fram gæðaúttekt Swedac og Einkaleyfastofu á rannsóknaraðferðum Matís, en slíkar úttektir voru gerðar árlega hjá Rf og Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar um margra ára skeið.

Aukin umsvif á Ísafirði - 18.10.2007

Jon_AtliMatís (Matvælarannsóknir Íslands) hefur fjölgað starfsfólki á starfsstöð sinni á Ísafirði. Jón Atli Magnússon hefur tekið til starfa á starfsstöðinni en hann mun sinna verkefnum á sviði vinnslu- og eldistækni.

Matís vekur athygli á Matur-inn - 15.10.2007

Matur-innMatís á Akureyri tók þátt í matvælasýningunni Matur-inn sem fram fór í Verkmenntaskólanum um síðustu helgi. Þar kynnti Matís starfsemi sína á Akureyri; rannsóknir á mengunarefnum og óæskilegum efnum í matvælum. Þá var ÍSGEM gagnagrunnurinn kynntur til sögunnar, en hann er með upplýsingar um efnainnihald 900 fæðutegunda.

Ýsa var það, heillin! - 4.10.2007

Vinsælust: ÝsaÍ nýrri skýrslu Matís, þar sem birt er samantekt á þeim upplýsingum sem fyrir liggja um neyslu Íslendinga á hinum ýmsu fisktegundum, kemur m.a. fram að Íslendingar elska ýsu öðrum fiskum fremur. Og kemur líklega fáum á óvart!

Fréttir