Fréttasafn: september 2007

Fyrirsagnalisti

Iðnaðarráðherra gæðir sér á hvannalambi - 28.9.2007

Vísindavaka RANNÍSÖssur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, gæddi sér á lambakjöti sem var alið upp á hvönn í bás Matís (Matvælarannsóknir Íslands) á Vísindavöku RANNÍS í Listasafni Reykjavíkur á föstudag. Á básnum kynnti Matís rannsóknir á lömbum sem alin voru upp á þessari jurt í sumar. Samkvæmt rannsókninni hafa hvannalömb meiri meiri kryddlykt og –bragð, en lömb í hefðbundnu beitarlandi hafa meira lambakjötsbragð.

Ráðherra á Matís fundi: bindur vonir við þorskeldi - 26.9.2007

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.Fiskeldi getur nýst afar vel við að byggja upp hagkvæma grein í íslenskum sjávarútvegi, ekki síst við firði á landsbyggðinni þar sem nægilegt rými er til staðar, að því er fram kom í máli Einars K. Guðfinnsonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á opnum fundi Matís um þorskeldi á Ísafirði. Hann segir að með því að hraða þróun í fiskeldi hér á landi sé mögulegt að margfalda framleiðslugetu fyrir greinina, skapa aukin atvinnutækifæri víða um land og útvega gott hráefni fyrir kröfuharða markaði. Hann varar hins vegar við gullgrafararstemmningu í tengslum við þorskeldið.

Opinn kynningarfundur um þorskeldi á Ísafirði - 25.9.2007

matisMatís heldur opinn kynningarfund á þorskeldi í Þróunarsetri Vestfjarða á morgun, miðvikudaginn 26. september. Á fundinum munu Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Þorleifur Ágústsson, verkefnastjóri hjá Matís, og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, fjalla um stöðu og horfur fiskeldis hér á landi, einkum á Vestfjörðum. Þá mun Karl Almås, framkvæmdastjóri hjá SINTEF í Noregi, fjalla um fiskeldi í Noregi.

Matís óskar eftir aðstoðarmanni á rannsóknarstofu - 24.9.2007

matraMatís óskar eftir að ráða aðstoðarmann á rannsóknarstofu í Reykjavík. Helstu verkefni eru undirbúningur matvæla- og umhverfissýna.

Grein frá Matís í JFS: Rannsókn á vinnslu fiskpróteina úr síld - 17.9.2007

Síldarvinnsla hjá SVN í NeskaupstaðÍ grein eftir þrjá starfsmenn Matís, sem birtist í septemberútgáfu vísindatímaritsins Journal of Food Science er fjallað um rannsóknir á áhrifum frystingar og frystigeymslu á gæði síldarflaka m.t.t. vinnslu próteina.

Hvönn hefur áhrif á lambakjötsbragðið - 13.9.2007

Ráðherra gæðir sér á hvannalambi.Hvannabeit hefur áhrif á bragðgæði lambakjöts að því er fram kemur í rannsókn Matís (Matvælarannsóknir Íslands). Samkvæmt mati sérþjálfaðs hóps á Matís reyndust hvannalömbin hafa meiri kryddlykt og –bragð, en lömb í hefðbundnu beitarlandi höfðu meira lambakjötsbragð.

Lítil mengun þungmálma í hafinu kringum landið - 12.9.2007

sjorMengun þungmálma í hafinu umhverfis landið er almennt vel undir alþjóðlegum viðmiðunarmörkum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Matís um breytingar á lífríki sjávar við landið. Þungmálmar eru frumefni sem eru upprunnir í náttúrunni en styrkur þeirra getur aukist vegna aðgerða manna (t.d. námuvinnslu).

Reykjagarður velur Matís - 11.9.2007

holtaReykjagarður, framleiðandi Holta kjúklings, hefur gert eins árs samning við Matís (Matvælarannsóknir Íslands) um mælingar á sýnum vegna öryggis- og gæðaeftirlits fyrirtækisins. Um er að ræða lögbundnar mælingar á Salmonella og Campylobacter í saursýnum frá kjúklingaeldishópum. Einnig verður safnað sýnum frá öðrum búum sem láta slátra alifuglum hjá Reykjagarði.

Bakteríu eytt með háþrýstimeðhöndlun - 11.9.2007

laxMatís (Matvælarannsóknir Íslands) hefur tekist að þróa aðferð sem eyðir á skömmum tíma bakteríu í sýktum laxi. Aðferðin, sem felst í háþrýstimeðhöndlun, tryggir öruggari neyslu á laxi og lengra geymsluþol án þess að hafa neikvæð áhrif á lit og áferð. Um er að ræða nýja nálgun á háþrýstingsmeðferð, sem var þróuð í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. Með nýrri tækni er hægt að ná tilskyldum árangri á innan við 10 sekúndum í stað 15 mínútna áður.

Sjávarútvegsráðherra Líberíu heimsækir Matís - 6.9.2007

Franklín Georgsson sviðsstjóri á Matvælaöryggi Matís ræðir við sendinefndina frá Líberíu. Dr. Chris Toe sjávarútvegsráðherra Líberíu heimsótti Matís (Matvælarannsóknir Íslands) í ferð sinni hingað til lands. Starfsfólk Matís kynnti ráðherranum fyrir starfseminni og rannsóknarstofum fyrirtæksins á Skúlagötu. Þá var ráðherra fræddur um líftæknirannsóknir Prokaria, sem er hluti af Matís.

Fréttir