Fréttasafn: ágúst 2007

Fyrirsagnalisti

Svínakjöt: Nákvæmari niðurstöður með rafrænu mati - 28.8.2007

Nú hafa skapast forsendur til þess að innleiða rafrænt mat á svínaskrokkum í sláturhúsum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Matís um niðurstöður mælinga á kjöthlutfalli svínakjöts. Með rafrænu mati, sem mælir hlutfall kjöts á svínaskrokkum, fást nákvæmari niðurstöður en hægt hefur verið að birta hingað til. Það auðveldar öll samskipti á milli sláturhúsa og bænda sem og sláturhúsa og kjötvinnslna þar sem verðlagning og kjöthlutfall verður látið haldast í hendur.

Erindi um nýja norræna matargerð - 22.8.2007

ISGEMMatvæli á Norðurlöndum eru talin búa yfir sérstökum eiginleikum sem bæta heilsu fólks. Helstu einkenni norrænna hráefna eru talin vera hreinleiki, bragðgæði og hollusta. Mads Holm, yfirmatreiðslumaður Norræna hússins, verður með erindi þann 25. ágúst um hvernig það hyggst vinna með hugmyndir og lögmál hinnar nýju norrænu matagerðar.

Mikilvægt að landa afla tímanlega - 22.8.2007

IMG_0376Mikilvægt er að afla sé landað tímanlega svo hægt sé að nýta hann betur því um leið og fiskur er veiddur rýrnar hann og tapar ferskleika. Þetta er umfjöllunarefni Guðbjargar Heiðu Guðmundsdóttur í meistaraverkefni sínu, sem nefnist Áætlanagerð fyrir hámarkshagnað í íslenska þorskiðnaðinum, í véla- og iðnaðarverkfræðiskor. Guðbjörg mun halda opinn fyrirlestur um verkefni sitt þann 24. september.

Heilsufullyrðingar: Dregið úr innsendum svörum - 20.8.2007

Nú er búið að draga úr innsendum svörum vegna könnunar um heilsufullyrðingar á matvælum. Hægt er að skoða vinningsnúmerin hér.

Nýr norrænn matur: hvað er það? - 16.8.2007

norrann-maturAukin eftirspurn er eftir matvælum sem búa yfir sérstökum hreinleika og eiginleikum sem taldir eru bæta heilsu fólks. Norðurlönd hafa sterka stöðu hvað þetta varðar í alþjóðlegu samhengi og þá sérstöðu má nýta til að skapa viðskiptatækifæri. Einkum er talið er að byggðalög sem eiga undir högg að sækja efnahagslega geti nýtt þennan styrkleika sér til framdráttar.

Auglýst eftir líffræðingi með framhaldsmenntun - 14.8.2007

Matís (Matvælarannsóknir Íslands) auglýsir eftir líffræðingi með framhaldsmenntun. Starfssviðið felst í forgangs- og öryggisþjónustu í örverurannsóknum og þátttaka í vísindarannsóknum sem tengjast matvælum og umhverfi.

Matís leitar að verkefnastjóra - 10.8.2007

Matis_Logo_4CMatís (Matvælarannsóknir Íslands) leitar að starfskrafti í verkefnastjórastöðu í Reykjavík. Starfssviðið felur í sér umsjón og rekstur á verkefnastjórnunarkerfi; rekstur, samningar, árangur og starfsmannamál.

Hvað er mikil fita í lambavöðva? - 9.8.2007

ISGEMVissir þú að það er aðeins 0,6% fita í ýsu, 6% fita í lambavöðva en 30% fita í spægipylsu. Þá eru rúmlega 400 hitaeiningar (kcal) af kolvetni og alkahóli í hverjum lítra af bjór. Þessar upplýsingar og margar fleiri er hægt að finna í ÍSGEM gagnagrunninum um efnainnihald matvæla. Þar er að finna upplýsingar um 900 fæðutegundir.

Nýting flaka mismunandi eftir veiðisvæðum - 7.8.2007

RF-40848Nýting flaks af þorski sem er veiddur út af Suðausturlandi er betri heldur en af þorski sem er veiddur út af Norðurlandi. Þá er flakanýting betri á tímabilinu júní til ágúst miðað við aðra ársfjórðunga, að því er fram kemur í rannsókn Matís (Matvælarannsóknir Íslands) sem ber heitið Verkunarspá-tengsl hráefnisgæða við vinnslu og verkunarnýtingu þorskafurða.

Hilton hótelkeðjan velur íslenskan humar - 3.8.2007

Shrimps_at_market_in_ValenciaHilton hótelkeðjan keypti í sumar lifandi humar, sem geymdur hefur verið á humarhóteli á Höfn, sem Matís (Matvælarannsóknir Íslands) á aðild að. Humri frá Hornafirði hefur verið vel tekið á erlendum mörkuðum frá því að tilraunir með útflutning hófust í vor.


Fréttir