Fréttasafn: júlí 2007

Fyrirsagnalisti

Örbylgjuofn með aukabúnaði.

Örbylgjuofn með stýribúnaði og kristalsnemum - 30.7.2007

Matís notar ýmiskonar búnað og tæki til þess að vinna að rannsókna- og þróunarverkefnum, svo sem örbylgjuofn einn sem fyrirtækið hefur látið breyta allverulega fyrir vöruþróun. Búnaðurinn er notaður til þess að skoða hitun eða suðu á matvælum.

Tvær greinar frá Matís birtar í vísindaritum - 19.7.2007

Girnilegir bleikjubitarNýlega birtust tvær greinar eftir starfsfólk Matís í virtum erlendum vísindaritum. Annars vegar er um að ræða grein um undirkælingu á bleikju og hins vegar grein um geymsluþol og stöðugleika fiskdufts.

Meira bragð: Lömb alin upp á hvönn - 14.7.2007

Kindur.Hafnar eru tilraunir á því að ala íslensk lömb upp á hvönn. Markmiðið er að kanna hversu mikil bragðgæði felast í því að ala lömb upp á bragðsterkum gróðri í stað hefðbundinnar sumarbeitar. Matís (Matvælarannsóknir Íslands) hyggst rannsaka hvaða áhrif hvannabeit hefur á bragð lambakjötsins.
Skaftarketill2

Leitað að óþekktum bakteríum í Skaftárkötlum - 11.7.2007

Matís tekur þátt í rannsóknum á lífríki lónsins í Skaftárkötlum og hefur umsjón með sýnatöku á örveruflóru þess. Vonir standa til að hægt verði að finna óþekktar tegundir örvera (bakteríur) sem hægt er að rannsaka frekar og nota í líftækni. Íshellan yfir lóninu er um 300 metra þykk og lónið um 100 metra djúpt og þarf sérstakan bræðslubor til þess að komast í gegnum íshelluna.

ÍSGEM: efnainnihald í 900 fæðutegundum - 10.7.2007

Salat2Matís (Matvælarannsóknir Íslands) hefur opnað gagnagrunn um efnainnihald matvæla. Grunnurinn, sem ber nafnið ÍSGEM, inniheldur upplýsingar um efni í um 900 fæðutegundir hér á landi.

Harðfiskur er enn heilsusamlegri en talið var - 6.7.2007

HarðfiskurHarðfiskur er afar heilsusamleg fæða, létt, næringarrík og rík af próteinum, að því er fram kemur í nýrri rannsókn Matís á harðfiski sem heilsufæði. Þar kemur í ljós að harðfiskur er ríkulegur próteingjafi með 80-85% próteininnihald.
matur

Könnun um heilsufullyrðingar: Skilafrestur framlengdur - 4.7.2007

Íslendingar taka þátt í umfangsmikilli samnorrænni könnun á viðhorfum fólks í Evrópu til heilsufullyrðinga á matvælum. Niðurstöður könnunarinnar verða nýttar í tengslum við nýja reglugerð um heilsufullyrðingar í matvælum sem nú er að taka gildi innan Evrópusambandsins. Matís (Matvælarannsóknir Íslands) annars framkvæmd könnunarinnar hér á landi.

Fréttir