Fréttasafn: júní 2007

Fyrirsagnalisti

Fréttabréf Matís: Erfðagreindur þorskur og sjálfbærni - 27.6.2007

untitled5. tölublað fréttabréf Matís er komið út. Þar er að finna fréttir um alþjóðlegan vinnufund um sjálfbærni í sjávarútvegi sem fram fór á Sauðárkróki, áhugaverðar niðurstöður rannsókna Prokaria um erfðagreiningu á þorski og upplýsingar um líf- og erfðatækniafurðir Matís. Þá er vakin athygli á fimm stöðum sem Matís auglýsti fyrir starfsstöðvar í Reykjavík og á Akureyri. Hægt er að skoða nýjasta fréttabréfið hér.
matur

Heilsufullyrðingar á matvælum: Skilafrestur framlengdur - 25.6.2007

Ákveðið hefur verið að framlengja frest til þess að skila svörum í könnun á viðhorfum til heilsufullyrðinga á matvælum til næstu mánaðamóta. Bilun varð í hugbúnaði sem gerði hluta af þátttakendum erfitt um vik að svara spurningunum. Nú er hugbúnaðurinn kominn í lag og því geta þátttakendur skilað inn svörum.

Matís auglýsir eftir starfsfólki - 22.6.2007

Matis_Atvinna_070624_05Matís auglýsir eftir starfsfólki í fimm stöður í Reykjavík og á Akureyri vegna mikilla umsvifa. Auglýst er eftir sérfræðingi í skynmati, bókasafnsfræðingi, aðstoðarmanneskju á rannsóknastofu, verkefnastjóra og sérfræðingi í varnarefnamælingum.

Aðferð þróuð til erfðagreiningar á þorski - 21.6.2007

MI-005277Prokaria, líftæknideild Matís (Matvælarannsókir Íslands) hefur tekist að þróa aðferð sem hægt er að nota til erfðagreiningar á þorski. Slík aðferð er ákaflega mikilvæg fyrir rekjanleika á afkvæmum til foreldra í kynbótastarfi, vegna stofngreininga í stofnvistfræðirannsóknum, upprunagreininga eða vegna hugsanlegra vörusvika. Prokaria vinnur að því að verja uppgötvunina með einkaleyfi.

Íslendingar séu virkir þátttakendur í sjálfbærni - 15.6.2007

Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins-Vísindagarða í Skagafirði, Sveinn Margeirsson, Matís, og Ólavur Gregersen, verkefnastjóri Sustainable Food Information.Krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi eykst sífellt og því mikilvægt að íslensk fyrirtæki taki virkan þátt í þróun á því sviði. Á alþjóðlegum vinnufundi Matís, sem fram fór á Sauðárkróki, kom fram að fjölmörg sóknarfæri eru til staðar í sjálfbærri þróun í sjávarútvegi en nauðsynlegt er að Íslendingar haldi vöku sinni svo þeir eigi þess kost að vera framarlega í umræðu um slík mál í alþjóðlegu tilliti.

Áríðandi orðsending til þátttakenda í neyslukönnun! - 14.6.2007

Eins og margir "góðkunningjar" Matís vita, þá er nú í gangi könnun á viðhorfum til heilsufullyrðinga á matvælum þar sem um 2500 manns taka þátt. Vegna biluar í hugbúnaði er vefsíða, sem þátttakendur eiga að fara á til að svara spurningum, tímabundið óvirk, en vonast er til að vefsíðan verði komin í lag á næstu 1-2 dögum.

Síauknar kröfur gerðar um sjálfbærni - 13.6.2007

SjalfbaerniSíauknar kröfur eru um að seljendur sjávarafurða byggi veiðar á sjálfbærni, segir í grein Óla Kristjáns Ármannssonar í nýjasta Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins. Þar er rætt við Svein Margeirsson, deildarstjóra hjá Matís, sem segir að sjálfbærni kunna að vera aðgöngumiða að dýrari verslunarkeðjum erlendis. Þetta skipti ekki síst máli fyrir sjávarútveg þegar mögulegur samdráttur í þorskveiðum standi fyrir dyrum.

Matís svarar kalli Tesco um koldíoxíðmerkingar - 8.6.2007

Fiskur2Matís (Matvælarannsóknir Íslands) vinnur að verkefni sem munu nýtast íslenskum útflytjendum við að koma til móts við kröfur Tesco um koldíoxíðmerkingar matvæla.

Mikill áhugi á vinnufundi um sjálfbærni - 7.6.2007

sjalfbaerniMikill áhugi er fyrir alþjóðlegum vinnufundi um sjálfbærni í sjávarútvegi, sem fram fer á Sauðárkróki þann 14. júní næstkomandi. Um 20 manns frá fyrirtækjum í Færeyjum eru væntanlegir til landsins í tengslum við vinnufundinn. Vinnufundurinn er hluti af vestnorrænu verkefni sem nefnist “Sustainable Food Information” sem hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum í matvælaiðnaði, svo sem sjávarútvegsfyrirtækjum, að sýna fram á sjálfbærni í veiðum, vinnslu og sölu.

Lyktað af misgömlum fiski - 3.6.2007

Hatid_hafsins_2Fjölmenni hefur lagt leið sína á Hátíð hafsins á miðbakknum í Reykjavík um helgina. Þar kynna fyrirtæki og stofnanir starfsemi og þjónustu sína fyrir gestum. Meðal þess sem í boði er á miðbakkanum er svokallað skynmat hjá Matís (Matvælarannsóknir Íslands) þar sem gestum gefst tækifæri á því að giska á lykt úr lyktarglösum og skoða mismunandi gamlan fisk, annars vegar nýjan og svo hins vegar nokkurra daga gamlan, með tilliti til ferskleika, áferðar og lyktar.
Síða 1 af 2

Fréttir