Fréttasafn: maí 2007

Fyrirsagnalisti

Fundur í EuroFIR verkefninu - 25.5.2007

Fundur á Matís í EuroFIR-verkefninu 25. maí 2007Ísland er aðili að evrópsku öndvegisneti (Network of Excellence) um efnainnihald matvæla og leiðir til að miðla upplýsingunum með gagnagrunnum og interetinu. Verkefnið gengur undir heitinu EuroFIR og heyrir undir 6. rammaáætlun ESB. Matís stýrir íslenska hluta verkefnisins og nú stendur yfir tveggja daga fundur í verkefninu, sem haldinn er í húsakynnum Matís á Skúlagötu 4. Á fundinum er fjallað um lífvirk efni í matvælum, en unnið er að sérstökum evrópskum gagnagrunni um þessi efni.

Nýjar aðferðir í saltfiskverkun efla markaðsstöðu - 24.5.2007

Saltfiskur á markaði á Spáni.Saltfiskverkun hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Slík verkun byggðist áður á einfaldri stæðusöltun en nýjar aðferðir við verkun hafa skilað framleiðendum allt að því 15% aukningu í heildarnýtingu, segir í grein Krístinar Þórarinsdóttur og Sigurjóns Arasonar hjá Matís (Matvælarannsóknir Íslands).

Sjálfbær sjávarútvegur - 23.5.2007

IMG_0391Vinnufundur íslenskra og færeyskra aðila um sjálfbærni í sjávarútvegi fer fram á Sauðárkróki þann 14. júní. Fundurinn er hluti af vestnorrænu verkefni sem nefnist "Sustainable Food Information" sem hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum í matvælaiðnaði, svo sem sjávarútvegsfyrirtækjum, að sýna fram á sjálfbærni í veiðum, vinnslu og sölu.

Matvælarannsóknir Íslands (Matís) annast skipulagningu fundarins, sem er eingöngu ætluð aðilum í sjávarútvegi.

Eldisþorskur

Nýjar rannsóknir sýna enn og aftur fram á öryggi íslensks fisks - 22.5.2007

Í nýrri Matísskýrslu, sem nefnist Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða. Áhættusamsetning og áhætturöðun er fjallað um grunnvinnu að áhættumati fyrir þorsk, rækju, karfa, ýsu, grálúðu, síld, ufsa og kúfisk. Þessar tegundir voru kortlagðar m.t.t. hugsanlegrar áhættu varðandi neyslu þeirra og fékkst þannig fram áhættusamsetning þeirra og hálf-magnbundið áhættumat framkvæmt á þeim.

Morgunblaðið fjallar um kosti ofurkælingar - 11.5.2007

SigurjonMeð svokallaðri ofurkælingu á fiskflökum og flakastykkjum er hægt að auka geymsluþol flakanna verulega, bæta gæði þeirra og fá hærra verð á erlendum fiskmörkuðum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, 11. maí. Þar er rætt við Sigurjón Arason, deildarstjóra hjá Matís, um kosti ofurkælingar. Matís hefur unnið að þróun slíkrar aðferðar með fiskvinnslu og árangurinn lætur ekki á sér standa, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Aðalfundur Matís - 9.5.2007

matis_matisprokaria_logo3Aðalfundur Matís ohf. fyrir 2006 var haldinn þriðjudaginn 8. maí í samræmi við lög. félagsins Um var að ræða fund vegna undirbúningstímabisins 14 september sl. til áramóta þegar unnið var að undirbúningi að stofnun Matís en félagið tók til starfa 1. janúar 2007.

Ný Matísskýrsla um rannsóknir á mýósíni úr þorski - 7.5.2007

Skýrslan ber titilinn Characterization of cod myosin aggregates using static and dynamic light scattering og fjallar um rannsóknir sem gerðar voru á Matís á mýósín úr þorski.

Vaxtarhraði þorsks í sjókvíaeldi aukinn með ljósum - 4.5.2007

Tekin blóðsýni úr þorskiHægt er að auka vaxtahraða þorsks í sjókvíaeldi með náttúrulegri aðferð, að því er fram kemur í niðurstöðum úr Evrópuverkefninu CODLIGHT-TECH sem stýrt er af vísindamönnum hjá Matvælarannsóknum Íslands (Matís). Niðurstöður benda til að hægt sé að hvetja vöxt og hægja á kynþroska hjá þorski í sjókvíaeldi. Þessar niðurstöður eru nýnæmi og mikilvægar í þeirri þróun sem á sér stað í þorskeldi í heiminum en þær geta stuðlað að því að eldistími styttist, fóðurnýting batni og þorskeldi geti orðið hagkvæmara.
Fiskeldi í sjókvíum

Fundur á Ísafirði í Codlight-verkefninu - 2.5.2007

Nokkuð hefur verið fjallað að undanförnu um verkefni sem Matís vinnur m.a. að og kallast Codlight, en það miðar m.a. að því að seinka kynþroska eldisþorsks með notkun sérstakra ljósa. Í dag og á morgun eru fundarhöld á Ísafirði í verkefninu.


Fréttir