Fréttasafn: apríl 2007

Fyrirsagnalisti

Lógó NMKL

Leiðbeiningar um skynmat á matvælaumbúðum - 30.4.2007

Norræn nefnd um aðferðafræði sem tengist matvælum (NMKL) hefur gefið út leiðbeiningar um skynmat á matvælaumbúðum. Þær eru á sænsku og kallast Riktlinjer för sensorisk bedömning av livsmedelsförpackningar og meðal höfunda er Emilía Martinsdóttir, verkefnastjóri á Matís.

Fengu sér humar við opnun starfsstöðvar á Höfn - 30.4.2007

Starfsstod_Matis_a_Hofn_1Árni Mathiesen fjármálaráðherra opnaði með formlegum hætti starfsstöð Matís (Matvælarannsóknir Íslands) og Humarhótel á Höfn í Hornafirði í dag. Við opnunina fengu ráðherra og Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís að gæða sér á ferskum leturhumri frá Humarhótelinu.

Matís opnar starfsstöð á Höfn - 29.4.2007

HumarStarfsstöð Matís á Höfn verður opnuð með formlegum hætti á mánudag, 30. apríl. Meðal gesta við opnunina verða Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, og Hjalti Vignisson, bæjarstjóri Hafnar. Þá verður gestum sagt frá starfsemi Humarhótelsins, sem er samstarfsverkefni Matís og Frumkvöðlaseturs Austurlands.

Matís auglýsir eftir starfsfólki á Vestfjörðum og í Reykjavík - 28.4.2007

VestfMatís auglýsir eftir nokkrum starfsmönnum á Vestfjörðum og í Reykjavík. Á Vestfjörðum er auglýst eftir verkefnastjóra Aflakaupabanka, sérfræðingi við sértækar mælingar og verkefnastjóra á sviði vinnslutækni.
Kynningarfundur á Sauðárkróki 25. apríl 2007: Verið Vísindagarðar

Verið Vísindagarðar á Sauðárkróki tekur til starfa - 26.4.2007

Í gær var fyrirtækið Verið Vísindagarðar ehf. kynnt á opnum fundi á Sauðárkróki. Eitt af meginmarkmiðum Versins er að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs, efla rannsóknir og námsframboð og auka verðmætasköpun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu.

Íslenskur humar í Brussel

Lifandi humrar frá Íslandi vekja athygli á sjávarútvegssýningunni í Brussel - 26.4.2007

Nokkur hundruð lifandi leturhumrar frá Íslandi, sem fluttir voru á sjávarútvegssýninguna European Seafood Exposition í Brussel í Belgíu, vöktu mikla athygli sýningargesta.

Verið, Sauðárkróki

Kynningarfundur um tækni og vísindi í Skagafirði - 23.4.2007

Miðvikudaginn 25. apríl milli kl. 16-18 verður opið hús í Verinu-Þróunarsetrinu v/höfnina á Sauðárkróki þar sem ýmis nýsköpunarverkefni, sem unnið er að á svæðinu verða kynnt. Tilefnið er stofnun nýs fyrirtækis sem nefnist Verið Vísindagarðar ehf.

fiskur á pönnu

Ábrystir, beinakæfa, grjúpán, selabaggi? - Nei, takk! - 17.4.2007

Flest áhugafólk um matargerð kannast við Nouvelle cuisine eða Haute cuisine sem öðlaðist vinsældir í Frakklandi á 8. áratug síðustu aldar, þar sem áhersla var lögð á léttan og hollan mat, t.d. mikið af grænmeti og léttar sósur í stað hinnar hefðbundnu, þungu frönsku matargerðar með hveitisósum og tilheyrandi rjómanotkun. Nú er komið að norrænni matargerð að ganga í endurnýjun lífdaga.

Sérfræðingur óskast til starfa á Akureyri - 13.4.2007

auglysingMatís ohf. (Matvælarannsóknir Íslands) óskar eftir að ráða drífandi og duglegan sérfræðing til starfa hjá fyrirtækinu á Akureyri. Umsóknarfrestur er til 30. apríl.

Eldisþorskur í sjókvíum

Að borða eldisfisk er samviskuspurning - 13.4.2007

Umræða um velferð dýra og umhverfisvæna matvælaframleiðslu hefur færst í aukana á undanförnum árum. Umræðan tekur á sig ýmsar myndir og blandast þar inn í ólíkustu baráttumál, eins og nýlegar fréttir frá Bretlandi um þrýsting hvalveiðiandstæðinga á verslanakeðjur um að selja ekki fisk frá ákveðnum íslenskum fyrirtækjum vitnar t.d. um.

Síða 1 af 2

Fréttir