Fréttasafn: mars 2007

Fyrirsagnalisti

Mælingar á mengunarefnum í matvælum til Akureyrar - 29.3.2007

Heimsokn_bajarstjora_AkureyrarMatís á Akureyri hefur tekið við mælingum á mengunarefnum í matvælum. Um er að ræða nýtt svið sem mun stórefla starfsemi Matís á Akureyri. Sviðið mun sinna rannsóknum og mælingum á mengunarefnum í matvælum, svo sem magni skordýraeiturs, plöntueiturs og annarra lífrænna mengunarefna sem safnast upp í umhverfinu.

Matís auglýsir eftir viðskiptafræðingi - 28.3.2007

Matís ohf. (Matvælarannsóknir Íslands) óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling í starf viðskiptafræðings hjá fyrirtækinu.

Útflutningur á lifandi humar - 26.3.2007

HumarHafnar eru tilraunaveiðar á humri á Höfn í Hornafirði með það fyrir augum að flytja út lifandi humar frá humarhóteli Matís á markað erlendis um páskahátíðina, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Þorskeldi: mögulegt að stórlækka fóðurkostnað - 24.3.2007

EldisþorskurMögulegt er að lækka fóðurkostnað í þorskeldi allverulega með nýrri samsetningu af fóðri, að því er fram kemur í rannsóknum Matís og samstarfsaðila. Niðurstöður rannsókna sýna að lækka má kostnað á fóðri fyrir eldisþorsk um amk. 25%, sem þýðir 12-15% lækkun framleiðslukostnaðar í þorskeldi. Niðurstöður rannsóknanna hafa þegar verið nýttar að hluta við fóðurframleiðslu hjá Laxá hf og eru þær mikilvægt skref í þá átt að gera eldi á þorski enn arðbærara.

Nýstarlegt fiskiker dregur úr rýrnun fisks - 23.3.2007

Promens Dalvík, áður þekkt sem Sæplast, hefur hafið framleiðslu á nýstárlegu fiskikeri sem er léttara en önnur ker og með meira inntaksrúmmál en áður hefur þekkst. Hönnun keranna gerir það að verkum að þau draga úr rýrnun og mari á fiski og bæta gæði hráefnis. Fiskikerið er þróað í samvinnu við Matís ohf. (Matvælarannsóknir Íslands) og FISK Seafood á Sauðárkróki og til verkefnisins fékkst styrkur hjá AVS.
Formaður fiskur

Átta Rf skýrslur opnaðar - 22.3.2007

Nýlega voru átta Rf skýrslur, sem höfðu verið lokaðar tímabundið eftir að vinnu í viðkomandi verkefnum lauk, opnaðar. Skýrslurnar eru frá árunum 2003 og 2005.

Minnkandi fiskneysla sögð áhyggjuefni - 19.3.2007

Sjávarútvegsráðherra á blaðamannafundi um niðurstöður rannsóknarinnar í Sjóminjasafninu.Fiskneysla ungs fólks fer minnkandi og ef ekkert verður að gert mun hún halda áfram að minnka á komandi árum. Þar kom fram að matarvenjur í æsku hafa mótandi áhrif á neyslu síðar meir. Einnig kemur fram munur á fiskneyslu eftir landshlutum og þá virðast ungar konur hrifnar af fiski og grænmeti en ungir karlar eru hrifnari af skyndibita og kjöti. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, sem tók þátt í fundinum, sagði niðurstöðu þessarar rannsóknar vera áhyggjuefni.

Ferskleiki ávaxta og grænmetis: Rétt hitastig er mikilvægt - 15.3.2007

ÁvextirÞað er afar mikilvægt að velja rétt hitastig til þess að viðhalda gæðum og ferskleika ávaxta og grænmetis frá því að varan er tínd og þar til hún endar í maga fólks.

Fiskeldi vex hröðum skrefum á heimsvísu - 14.3.2007

EldisþorskurFiskeldi er stór hluti af framleiðslu á sjávarfangi og fer stækkandi á heimsvísu og því mikilvægt fyrir Íslendinga að vera virkir þátttakendur í rannsóknum og þróun á þessu sviði, segir Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís í samtali við Viðskiptablaðið.

Stefnt að fjölgun stöðugilda á Akureyri - 9.3.2007

ProkariaMatís á Akureyri (Matvælarannsóknir Íslands) hefur tekið í notkun myndgreinibúnað sem mun stórefla rannsóknir fyrirtækisins á svæðinu. Þegar hefur verið fjölgað um hálft stöðugildi og stefnt að því að fjölga um nokkur stöðugildi til viðbótar með frekari eflingu rannsókna á þessu sviði.

Síða 1 af 2

Fréttir