Fréttasafn: 2007

Fyrirsagnalisti

Síldarvinnsla í Neskaupsstað.

Síld: Geymsla í 20 gráðu frosti hefur áhrif gæði - 27.12.2007

“Aðlástæðan fyrir gæðavandamálum í síld er hátt innihald efnasambanda sem stuðla að þránun og hafa áhrif á lit- og áferðarbreytingar, ásamt tapi næringarefna," segir í skýrslu Matís um hvernig hægt er að bæta gæði síldar til neyslu. Þá segir að betri gæði leiða af sér aukna samkeppni í framleiðslu síldar á Norðurlöndum, ásamt jákvæðu viðhorfi neytenda gagnvart síldarafurðum.
Eldisþorskur.

Hægt að lækka fóðurverð fyrir eldisþorsk um 30% - 18.12.2007

Hægt er að lækka fóðurverð fyrir eldisþorsk um allt að því 30% og lækka þar með framleiðslukostnað um 15% með því að draga úr próteinnotkun og auka fitu. Þá er hægt að lækka fóðurkostnað því að nota ódýrara fiskimjöl og hráefni úr jurtaríkinu í fóðrið, aðallega hjá stærri fiski, að því er fram kemur í rannsókn á þróun sjófiskafóðurs.
Starfsmenn Matís á Sri Lanka

Starfsmenn Matís vinna verkefni á Sri Lanka - 11.12.2007

Starfsmenn Matís hafa lokið við gerð skýrslu um vatn og ís í fiskvinnslu á Sri Lanka. Þeir hafa haft umsjón með rannsóknum á þessu sviði undanfarin eitt og hálft ár og önnuðust lokaniðurstöður skýrslurnnar.
Sjalfbaerni

Vill fólk borða stressaðan eldisfisk? - 10.12.2007

Neytendum finnst stressaður eldisfiskur álíka góður og óstressaður. Þó virðist ábatasamt fyrir framleiðendur að mæta auknum kröfum um velferð dýra, segir í umfjöllun Morgunblaðsins um erindi Emilíu Martinsdóttur á haustráðstefnu Matís. Þar segir að velferð dýra og umhverfisvæn matvælaframleiðsla hafi í auknum mæli vakið áhuga almennings á sama tíma og áhersla hafi verið lögð á að koma á reglugerðum um fiskeldi.

Skrifstofa Matís flytur í Borgartún 21 - 6.12.2007

Skrifstofa Matís er flutt á 2. hæð í Borgartúni 21 (Höfðaborg). Móttaka sýna verður hins vegar áfram í Skúlagötu 4. Aðalnúmer Matís er 422 5000 og þar er hægt að fá samband við skrifstofu eða upplýsingar um móttöku sýna. Faxnúmer í Borgartúni 422 5003. Faxnúmer á Skúlagötu er 422 5001.

Matís og SINTEF: Aukið alþjóðlegt samstarf - 29.11.2007

SINTEFMatís (Matvælarannsóknir Íslands) og norska rannsóknafyrirtækið SINTEF hafa gert með sér samkomulag sem hefur það að markmiði að efla rannsóknir, þróun og virði í sjávarútvegi og matvælaiðnaði á Íslandi og í Noregi. Samkomulagið gerir Matís kleift að taka þátt í rannsóknaverkefnum í samstarfi við SINTEF og norsk fyrirtæki í fiskeldi og matvælarannsóknum. Þá mun samkomulagið auka möguleika Matís á því að kynna starfsemi sína á erlendum vettvangi og taka þátt í fleiri alþjóðlegum og samevrópskum rannsóknaverkefnum.

Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ.

Myndir frá undirritun samkomulags Matís og HÍ - 29.11.2007

Matís og Háskóli Íslands skrifuðu undir samkomulag á dögunum um að vinna náið að því að stórefla rannsóknir og menntun í matvælafræðum, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggi. Í samkomulaginu er ennfremur stefnt að því að fjölga verulega nemendum í grunn- og framhaldsnámi í þessum greinum við Háskóla Íslands. Hægt er að skoða myndir frá undirritun samkomulagsins þegar smellt er á LESA MEIRA.

Sérfræðistarfið verður á Ísafirði - 27.11.2007

Starfsstöð Matís á ÍsafirðiVegna fréttar bæjarins besta á Ísafirði um að sérfræðistarf hjá Matís á Vestfjörðum verði flutt til höfuðborgarsvæðisins vill fyrirtækið koma því á framfæri að aldrei hafi staðið annað til en að stöðugildið verði áfram á Vestfjörðum. Einn núverandi starfsmanna Matís á Ísafirði flytur sig um set um áramót. Unnið er að því að finna annan starfsmann, sem er búsettur á Vestfjörðum, í hans stað. Nú eru fjögur stöðugildi hjá Matís á Vestfjörðum og hefur þeim fjölgað á síðustu misserum.

Nýr starfsmaður á Ísafirði - 27.11.2007

Matis_Logo_4CCecilia Elizabeth Garate Ojeda hefur tekið við starfi sérfræðings hjá Matís á Ísafirði. Ceclia, sem er frá Perú, lauk BCs í iðnarverkfræði frá Universidad Nacional de San Agustin Arequipa í Perú árið 2000 og svo MBA námi frá Industrial Business School í Madríd á Spáni árið 2006.

Stórefldar rannsóknir og aukin menntun í matvælafræðum - 23.11.2007

Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís.Háskóli Íslands og Matís (Matvælarannsóknir Íslands) hafa ákveðið að vinna náið að því að stórefla rannsóknir og menntun í matvælafræðum, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggi. Stefnt er að því að fjölga verulega nemendum í grunn- og framhaldsnámi í þessum greinum við Háskóla Íslands samkvæmt samstarfssamningi sem HÍ og Matís hafa undirritað.
Síða 1 af 11

Fréttir