Fréttasafn: 2006 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Forsíða Rf skýrslu

Haustvertíð á Rf - margar nýjar skýrslur komnar út - 11.10.2006

Segja má að hálfgerð haustvertíð hafi verið í útgáfu skýrslna á Rf, en á síðustu tveimur vikum hefur verið lokið við níu Rf skýrslur, sem er óvenju mikið á svo stuttum tíma. Flestar þessara skýrslna eru opnar og aðgengilegar á vef Rf.

Úr tilraunaeldhúsi Rf

Rf óskar eftir þátttakendum í neytendakönnun á þorski - 7.10.2006

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf) er að leita að fólki til að taka þátt í neytendakönnunum á þorski. Kannanirnar verða gerðar um miðjan október og standa fram í nóvember næstkomandi.

Sjofn_Sigurgisladottir

Fréttatilkynning frá Matís ohf. - 2.10.2006

Sjöfn Sigurgísladóttir hefur verið ráðin forstjóri Matís ohf. en það er hið nýja fyrirtæki sem verður til við sameiningu Rf, RUST og Matvælarannsókna á Keldnaholti. Nýja fyrirtækið sendi í morgun frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
Rannsókna- og þróunarsetrið Akureyri

Fréttabréf frá Akureyri - 28.9.2006

Nýlega bættust fjórir nemendur í rannsóknatengdu meistaranámi við fiskeldishóp Rf á Akureyri og stunda þau öll nám við Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri. Þetta eru þau Rut Hermannsdóttir, Bjarni Jónasson og G.Stella Árnadóttir, sem öll luku BS prófi frá Auðlindadeild Háskólans á Akureyri s.l. vor, og Eyrún Gígja Káradóttir sem lauk BS prófi frá Háskóla Íslands s.l. vor.

Meistaravörn 3. október - 27.9.2006

Þriðjudaginn 3. október n.k. mun Runólfur Guðmundsson verja meistaraverkefni sitt, ,,Ákvarðanataka og bestun í sjávarútvegi”.  Vörnin fer fram í húsnæði Verkfræðideildar Háskóla Íslands (VRII), Hjarðarhaga 6, stofu V-158 og hefst kl. 13.45. 

Þátttakendur á Chill-on fundi í Rvík 22 sept. 2006

Fundur í Chill-on verkefninu - 26.9.2006

Dagana 21-22 september s.l. var haldinn á Rf fundur í Evrópuverkefninu Chill-on, sem er stórt samþætt verkefni sem hófst nú í sumar. Verkefnið er styrkt af ESB og nemur styrkurinn alls um 9,8 milljónir Evra og er umfang þess alls um 15,1 m. Evra eða um 1,4 miljarðar íslenskra króna.

Verkefnisfundur Seabac í Reykjavík

Fundur á Rf í Seabac - hluta SEAFOODplus - 25.9.2006

Í síðustu viku var haldinn tveggja daga fundur hér á Rf í einum hluta SEAFOODplus klasaverkefnisins. Um er að ræða verkefnið Seabac, sem er eitt af fjórum flokkum sem heyra undir þriðju stoð (3.rd pillar) Sfplus.

Neytendakönnun á Rf

Viltu smakka fisk? - 22.9.2006

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf) er að leita að fólki til að taka þátt í neytendakönnunum á fiski. Kannanirnar verða gerðar um miðjan október og standa fram í nóvember næstkomandi.

Nýir starfsmenn á Rf - 21.9.2006

Tveir starfsmenn tóku til starfa á Rf fyrr í þessum mánuði, annar í Reykjavík en hinn á Höfn í Hornafirði. Björn Þorgilsson mun starfa á Umhverfis- og gæðasviði Rannsóknarsviðs Rf og Guðmundur Heiðar Gunnarsson á Höfn í Hornafirði.
Vísindavaka Rannís

Rf tekur þátt í Vísindavöku Rannís 2006 - 20.9.2006

Föstudaginn 22. sept. stendur Rannís fyrir s.k. Vísindavöku - – stefnumóti við vísindamenn í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Rf verður með og ætlar að kynna hvernig hægt er að nota skynfærin í vísindum.
Síða 2 af 9

Fréttir