Fréttasafn: október 2006

Fyrirsagnalisti

Erindi Sjafnar á Málþingi í morgun - 31.10.2006

Í morgun var haldið málþing Stofnunar stjórnsýslufræða við H.Í. og Félags forstöðumanna ríkisstofnana þar sem rætt var um kosti og galla hlutafélagaformsins í opinberri starfsemi og það borið saman við hefðbundið form opinbers rekstrar. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf og verðandi forstjóri Matís ohf var á meðal þeirra sem fluttu erindi á málþinginu.

Frá úttekt SWEDAC 24. október 2006

Þjónustusvið Rf fær góða umsögn SWEDAC - 25.10.2006

Í gær fór fram árleg úttekt sænsku löggildingarstofunnar SWEDAC vegna faggildingar á þjónustumælingum á Rf. Þetta var í 10 skiptið sem slík úttekt er gerð á Rf og jafnframt í síðasta sinn því Rf sameinast tveimur öðrum stofnunum í Matís ohf um næstu áramót.

New York Times: lógó

Fjallað um kosti fiskneyslu í leiðara New York Times - 20.10.2006

Í leiðara bandaríska stórblaðsins NYT í gær var fjallað um mat tveggja virtra stofnanna þar í landi um kosti og galla þess að borða fisk. Er skemmst frá því að segja að báðar stofnanir komast að því að kostirnir séu margfaldir á við hugsanlega áhættu.
Þorsksýni tekin úr ofni

Neytendakönnun á Rf byrjar vel - 19.10.2006

Eins og glöggir gestir Rf - síðunnar hafa væntanlega tekið eftir var nýlega óskað eftir fólki til að taka þátt í neytendakönnunum á þorski hér á Rf. Fyrri hluti könnunarinnar hófst í dag og munu alls um 100 manns taka þátt í henni í dag.
Þvottabúnaðurinn á Rf

Lækkun þrifakostnaðar í fiskvinnslu - 17.10.2006

Nýlega lauk verkefni hér á Rf þar sem kannað var hvort mögulegt sé að nota minna af þvottaefnum við venjubundin þrif á fiskvinnslubúnaði, en með sama árangri. Lækkun á styrk þvottaefna getur þýtt fjárhagslega hagræðingu fyrir fiskvinnslufyrirtækin og ekki síst umhverfisvænni vinnubrögð.
Forsíða Rf skýrslu

Haustvertíð á Rf - margar nýjar skýrslur komnar út - 11.10.2006

Segja má að hálfgerð haustvertíð hafi verið í útgáfu skýrslna á Rf, en á síðustu tveimur vikum hefur verið lokið við níu Rf skýrslur, sem er óvenju mikið á svo stuttum tíma. Flestar þessara skýrslna eru opnar og aðgengilegar á vef Rf.

Úr tilraunaeldhúsi Rf

Rf óskar eftir þátttakendum í neytendakönnun á þorski - 7.10.2006

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf) er að leita að fólki til að taka þátt í neytendakönnunum á þorski. Kannanirnar verða gerðar um miðjan október og standa fram í nóvember næstkomandi.

Sjofn_Sigurgisladottir

Fréttatilkynning frá Matís ohf. - 2.10.2006

Sjöfn Sigurgísladóttir hefur verið ráðin forstjóri Matís ohf. en það er hið nýja fyrirtæki sem verður til við sameiningu Rf, RUST og Matvælarannsókna á Keldnaholti. Nýja fyrirtækið sendi í morgun frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

Fréttir